Sunnudagur, 17. janúar 2010
Líf stjórnarinnar í höndum Breta
Bretar ráða lífdögum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Bretar hafa orð fyrir þeim og Hollendingum báðar þjóðirnar telja sig eiga inni Icesave-skuld hjá íslenskum almenningi og til staðfestu því uppáskrifaðan samning frá ríkisstjórn Íslands.
Plott ríkisstjórnarinnar gengur út á að samfylkja stjórnarandstöðu til nýrra viðræðna áður en þjóðin fellir Icesave 2 í þjóðaratkvæði eftir rúman mánuð.
Ef því sem þögn Breta verður lengri mun staða Jóhönnustjórnar verða pínlegri. Stjórnarandstaðan nennir ekki á fleiri fundi með Steingrími J. og Jóhönnu enda ekkert sem bendir til að Bretar ætli að opna á viðræður.
Þjóðinni líður vel með að hægsteikja ríkisstjórn sem vinnur gegn hagsmunum Íslands og stjórnarandstaðan sér ekki ástæðu til að kvarta enda stikkfrí.
Þótt Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson þingflokksformaður Samfylkingar gangi báðir með flokksskírteini breska Verkamannaflokksins í vasanum ætlar það ekki að duga til að milda goðin í Westminster og fá þau til að bjóða upp á fund er gæti bjargað ríkisstjórn Íslands.
Athugasemdir
Lilja Mósesdóttir sagði ranglega í dag í Silfrinu og fyrir framan alþjóð að þjóðin vildi þessa ríkisstjórn. Skil ekki hvaðan Lilja telur sig hafa umboð til að halda slíku fram miðað við endalausar raddir og skrif fólks um að það vilji EKKI þessa ríkisstjórn og vilji losna við ríkisstjórnina sem hefur valdið okkur ótrúlegum skaða.
Elle_, 17.1.2010 kl. 22:27
Það kemur þá í ljós í atkvæðagreiðslunni.
Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2010 kl. 00:04
Ríkisstjórn sem telur sig eiga inni mörg líf er feig. Það kemur að skuldadögum. Samfylkingin fór í ferðina með eitt vegabréf, eitt markmið: Brussel. Til að komast þangað skyldi allt gert, svikið og lofað í bak og fyrir. Þeir hafa staðið vel við þau svik. Vinstri grænir fengu furðumörg atkvæði miðað við venjulegt fylgi og komust í stjórn vegna óánægju með aðra flokka og vegna ferskra loforða um að standa við stefnu sína, sem þeir hentu fyrir róða daginn eftir sigurinn sæta. Formanninum líður ofboð vel á valdastóli eftir 20 ára hjásetu og bið. Nú skal öllu hent fyrir róða og allir gera allt innan Vinstri grænna til að hafa stjórnina góða. Stefnu má fórna. Veruleikanum breyta. Og kenna misskilningi sænskra blaðamanna um frekar en ekkert. Öllu illu og vafasömu skal til tjalda sem ekki falli skuggi á ferlegheitin. Nú styttist í mánaðamót. Komið er að skuldadögum.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.