Lömuð stjórn liggur lágt

Ríkisstjórnin er lömuð vegna þess að hún var gerð afturreka með stórmál, Icesave, og á enga möguleika að fá öðru meginmáli sínu framgeng - aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Jóhönnu er í verri stöðu en ríkisstjórn Davíðs Oddssonar eftir forsetaneitun á fjölmiðlafrumvarpinu 2004.

Uppstokkun á ríkisstjórn Davíðs, Halldór Ásgríms sem forsætisráðherra, stoðaði lítið. Stjórnin lét reka á reiðanum og tækifærið 2006 til að hamla gegn bankavitleysunni gekk úr greipum vegna þess að ríkisstjórnin hafði enga tiltrú.

Góðu heilli eru engir aðrir kraftar í samfélaginu sem skora ríkisstjórnarvaldið á hólm, líkt og gerðist í auðmannaræðinu fyrir fimm árum. Stjórnarandstaðan er ekki tilbúin til að gera valdatilkall og læðist með veggjum þegar talið berst að stjórnarskiptum. Atvinnurekendur eru í rusli og verkalýðshreyfingin á bágt eftir lífeyrissjóðafyllerí á útrásartímum. 

Aðstæður eru þannig í samfélaginu að þjóðin þarf tíma til að skilja hrunið og meta aðstæður. Á þeim tíma er ekki æskilegt að hafa starfssama ríkisstjórn. Þjóðin þarf hægláta ríkisstjórn sem sér til þess að innviðir samfélagins séu í lagi en markar enga framtíðarstefnu í neinu stórmáli.

Ef Jóhanna, Össur og Steingrímur J. hefðu fattað ástandið hefðu þau ekki rambað út í ESB-vitleysuna og gert breiða samstöðu um Icesave 1 í lok sumars.

Þríeykið skildi ekki í vor og veruleikinn lamdi þau í hausinn. Ætli Jóhanna, Össur og Steingrímur J. skilji nú? 


mbl.is Ekkert fundarboð komið úr Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég held ég gæti alveg keypt þessa greiningu. Hún er athyglisverð og góð.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.1.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú manst Páll að þarf sem betur fer að breyta stjórnarskránni áður en við gætum gengið í ESB.  

Og að alltaf þarf almennar alþingskosningar á milli.  Þ. e. frá því að Alþingi samþykkir frumvarp um breytingu á stjórnskipunarlögum þarf að rjúfa þing og kjósa.  Þegar hið nýja þing hefur samþykkt frumvarpið óbreytt hefur breytingin gengið í gegn. 

Þessar millikosningar myndu alfarið snúast um ESB aðild. 

Viggó Jörgensson, 17.1.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: Ursus

Ágæt greining á ástandinu. Fyndið þetta með kjarkleysi stjórnarandstöðunnar. Hún fer alltaf ofan í einhverja Saddam holu til að fela sig þegar raunveruleg ábyrgð, kannski stjórnarskipti, ber á góma. Ekki hátt á þeim risið!

Ursus, 17.1.2010 kl. 17:44

4 Smámynd: Elle_

Já, Páll, við þurftum hægláta ríkisstjórn sem vann heima og þaut ekki inn í fáránlega  EU umsókn og Icesave skuldir sem við skuldum ekki.  Og það á meðan allt var á hvolfi innanlands og fjölskyldur að sundrast.  Núna bíð ég eftir að losna við þessa óhæfu stjórn og það er víst að allar stjórnir með Samfylkingunni innanborðs eru óhæfar: Það getur enginn unnið með þeim af neinu viti.

Elle_, 17.1.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband