Flokksráð Vg klýfur Jóhönnustjórnina

Afgerandi og ótvíræð ályktun flokksráðs Vinstri grænna í gær um afstöðuna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu er stríðsyfirlýsing gagnvart stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í sumar samþykkti naumur meirihluti alþingis að sækja um aðild samkvæmt kröfu Samfylkingar. Flokksráð Vg hefur þetta um málið að segja

Flokksráðið ítrekar andstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins.
Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hvetur ráðherra, þingmenn og félagsmenn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berjast einarðlega fyrir henni.

Skýrara getur andstaðan ekki orðið.

Vinnan gegn aðildarumsókninni mun meðal annars fara fram í ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar, þar sem fyrir er Jón Bjarnason. Samfylkingin hefur áhuga að leggja ráðuneytið niður og sameina iðnaðarráðuneyti. Flokksráð Vg ályktaði gegn þeirri ráðstöfun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ályktun flokksráðsins er ekki hægt að skilja öðruvísi en sem stuðningur við þá þingmenn VG sem hafa barizt gegn ESB-umsókninni, ekki sízt með því að greiða atkvæði gegn henni, og gagnrýni á hina sem það hafa ekki gert m.a. formanninn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.1.2010 kl. 10:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afstaða VG gegn Icesave og evrópubandalagsumsókn auk fylgni við að styrkja þjóðaratkvæði í sessi í kosningabaráttu flokksins, var ástæðan fyrir að þetta fólk kaus þá. Var ástæðan fyrir setu þeirra í þessari stjórn. Auðvitað eru þeir umboðslausir eftir að hafa gengið á bak orða sinna í lykilmálum stefnuskrár sinnar.

Þetta lið þarf að fara frá. Það versta er að ég veit ekki hverjir ættu að taka við, því ekki hugnast mér Sjálfstæðisflokkur og Framsókn aftur. Hræðsluáróður MBL gegn innköllun kvóta og bandalag þeirra við orsakavaldinn sjálfann og LÍÚ, hefur gersamlega gert út af við traust fólks um leið og það var að vakna.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 12:27

3 identicon

Sýnist að jarðsamband ríkisstjórnarinnar við þjóðina vera þess eðlis að hún mun aldrei átta sig á að hennar tími væri kominn til að leggja niður laupana.  Pólitísk niðurlæging þessa vesalings fólks hlýtur að vera þess orðin þess eðlis að þau eru öll búin að fremja sitt pólitíska sjálfsmorð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband