Samfylkingin í fangi Björgólfs Thors

Samfylkingin er grunnur flokkur og leitar að kjölfestu auðmanna til að fara ekki á hliðina. Jón Ásgeir og Baugsveldið fjármögnuðu Samfylkinguna og hún galt með stuðningi á þingi og í ríkisstjórn. Jón Ásgeir er blankur þessa dagana og ekki fýsilegur pólitískur kjölfestufjárfestir.

Björgólfur Thor á aftur skotsilfur og eins og fyrri daginn vill Samfylkingin gjarnan þiggja. Aðalábyrgðarmaður Icesave hefur fengið gæðastimpil frá skrifstofu forsætisráðherra með þeim orðum að sama sé hvaðan gott komi. 

Samfylkingin hefur um hríð borið víurnar í Björgólfsfeðga. Björgólfur eldri var sérstakur hátíðargestur á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir nokkrum árum. Talsmaður feðganna var til skamms tíma þingmaður Samfylkingarinnar og viðskiptafélagar koma úr röðum trúnaðarmanna Samfylkingar.

Einn viðskiptafélaginn, Vilhjálmur Þorsteinsson, hyggst reisa gangaver á Suðurnesjum í félagi við Björgólf Thor. Vilhjálmur kom úr Alþýðuflokknum og hefur starfað í Samfylkingunni frá stofnun.

Sérstök lög verða keyrð í gegnum þingið fyrir gagnaver Vilhjálms og Björgólfs Thors. Fyrir áramót kom hik á Samfylkinguna enda var hreyft við mótmælum. Sumum þótti ekki viðurkvæmilegt að auðmaðurinn sem ber höfuðábyrgð á Icesave-klúðrinu fái fyrirgreiðslu hjá hinu opinbera.

Síðustu fréttir herma að Samfylkingin ætli að innsigla bandalag sitt við Björgólf Thor með lagasetningu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA!! (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 16:24

2 identicon

Athyglisvert. Davíð Oddsson óð þannig villur vegar þegar hann hélt að hann hefði talsamband við eigendur Landsbankans.

Svona á að skrifa Íslandssöguna.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband