Pólitískt líf Steingríms J. í húfi

Myllusteinninn um háls Steingríms J. heitir Icesave-samningurinn. Samkvæmt ESB-RÚV hvatti formaður Vinstri grænna flokksmenn sína í þrígang til að samþykkja Icesave 2 í væntanlegu þjóðaratkvæði. Í heimi svika og undanbragða er þrír vanheilög tala frá biflískum dögum.

Steingrímur J. er búinn að vera gangi þjóðaratkvæðið fram sem horfir. Hann ætti að leita í smiðju fjandvinar síns á Bessastöðum til að finna ráð sem bjarga opinberum frama manna.

Svo vill til að fyrir flokksráði Vg liggur fyrir tillaga sem gæti komið formanninum á beinu brautina. Tillagan um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur beina skírskotun til yfirgangs Breta og Hollendinga i Icesave sem og svika forystu Vg við kjósendur flokksins eftir síðustu kosningar.

Steingrímur J. býr til ný pólitísk skilyrði fyrir sig og flokkinn með því að samþykkja að ESB-umsóknin verði dregin tilbaka. Samfylkingin mun emja en láta það yfir sig ganga vegna þess að hún er einangruð með Evrópustefnu sína og sú stefna er lélegur söluvarningur á pólitískum markaðstorgum nú um stundir.

Steingrímur J. hefur engu að tapa en allt að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta held ég að sé rétt hjá þér, við höfum ekkert að gera inní þennan klúbb eins og er, þarna er ekki allt sem sýnist, maður hélt að þjóðirnar þarna hefðu fengið nóg af heimstyrjöldinni síðast, svo virðist bara ekki vera. Ég held að Steingrímur sé búinn að klúðra nóg, og hafi ekki ráð til að bjarga neinu úr þessu, verst að stjórnin hefur verið að blekkja þjóðina, og sjálfa sig, með því að trúa lygavef núverandi evrópukrata, og boða sem fagnaðarerindi. Förum heldur í bandalag við Noreg, þar eigum við heima, þeir eru bestir á öllum sviðum í dag, það þekkjum við sem höfum unniðl með þeim undanfarin ár.

Robert (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 11:49

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það mætti ætla að Steingrímur gengi ekki heil til skógar, eða þá að hann er fullkomlega veruleika fylltur.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.1.2010 kl. 12:23

3 identicon

Steingrímur, sem ég hef hlustað á opinmynntur í hálfan annan áratug, hefur sýnt af sér þvílíkt dómgreindarleysi að í mínum huga á hann ekkert erindi í pólitík. Hann hefur sýnt og sannað að hann er ekki fær um að taka skynsamlegar ákvarðanir en er bestur þegar hann getur án ábyrgðar gjammað utan úr sal. Máltækið "sér grefur gröf þótt grafi" á við um hann.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 12:23

4 identicon

Talandi um veruleikafirringu. Viðtal við Steingrím á annarri hvorri fréttastöðinni í gærkvöldi opnaði augu mín fyrir því að Steingrímur er örmagna og búinn að tapa veruleikatengingunni. Augun voru kraftlaus og tómleg og það var eins og hann keyrði sig áfram af gömlum vana. Því fyrr sem félagar hans átta sig á þessu þeim mun betra, því hann er í rauninni fallinn foringi.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 12:32

5 identicon

Vinstri grænir virðast hafa endalaust leyfi til að samþykkja ályktanir eða gefa kosningaloforð sem þarf ekki að standa við. Nú er ljóst að það er til þess gert að uppfylla valdafýsn formannsins.

Helgi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband