Föstudagur, 15. janúar 2010
Samráð um svik, eða þjóðarsátt?
Stjórnarandstaðan ætti að fara varlega í samskiptum við ríkisstjórn Jóhönnu sem var mynduð um svik við kjósendur Vinstri grænna og Icesave-málarekstur sem gengur í berhögg við þjóðarhagsmuni.
Prófsteinn á það hvort ríkisstjórnin ætli að sjá að sér og leita sátta í þjóðfélaginu er hvort ESB-umsóknin verði dregin tilbaka.
Hlaupi stjórnarandstaðan undir Icesavebagga stjórnarinnar án sýnilegra sinnaskipta ráðherra eru framsóknarmenn og sjálfstæðismenn að láta nota sig.
Ef ríkisstjórnin er farin að átta sig á að þjösnaskapur á þingi og yfirgangur í samskiptum sé ekki rétt aðferðafræði í eftirhrunsþjóðfélaginu ber að þakka fyrir. Yfirbótin verður að koma fram í verkum stjórnarinnar.
Þverpólitísk nefnd um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað fagna ég því ef menn ætla að standa saman og vonandi gengur þetta vel. Ég neita því ekki að viss geigur er í mér vegna þessa og Evrópusambands-duld sumra þingmanna virðist blinda þeim sýn í þessu Icesave máli. Það lá alltaf ljóst fyrir að ótímabært væri að sækja um aðild að EB fyrr en Icesave málið væri frá á einn veg eða annan.
Helgi Kr. Sigmundsson, 15.1.2010 kl. 15:32
Líf stjórnarflokkana hangir á því að ekki náist betri samningur, og helst verri. Þeir hafa jú fullyrt að slíkt myndi gerast. Stjórnarflokkarnir eru löngu búnir að dæma sig úr leik, sem og stjórnarandstaðan. Við verðum að fá ópólitíska samninganefnd setta saman af færustu samningamönnum sem bjóðast. Innlendum og eða erlendum. Mótaðilarnir eru örugglega búnir að fá meira en nóg af einkavinavæddu trúðunum, eins og Svavari og Indriða, sérþjálfuðum í kommaheilaþvottastöðvum í Austur Þýskalandi. Það verður ekki fyrr en að þjóðin hendir pólitísku samningaruslinu að Breta og Hollendingar fá réttu skilaboðin sem þjóðin og forsetinn sendu með kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu. Eitthvað sem hugnast þeim örugglega ekki vegna hversu mikla neikvæða athygli á þeirra þætti hún á eftir að vekja á heimsvísu. Eitthvað sem þeir hafa fengið að kynnast að undanförnu, þegar alþjóða fjölmiðlar hafa undantekningarlaust rassskellt þá fyrir lágkúruna sem þeir hafa sýnt.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 15:41
Indriði nam reyndar við Freie Universitaet í Berlín á sínum tíma, sem tilheyrði V-Þýskalandi.
Helgi Kr. Sigmundsson, 15.1.2010 kl. 15:47
Hjartanlega sammála þér Páll.
Til að stjórnarandstaðan geti tekið upp samstarf við ríkisstjórnina í þessu máli verður ríkisstjórnin fyrst að snúa við blaðinu og snúa sér frá þeim málflutningi sem hefur stórskaðað okkur. Ég óttast hinsvegar það að stjórnarandstaðan láti teyma sig út í einhverja vitleysu sem verður engu betri en ruglið sem fyrir er.
Það má ekki hafa af okkur þjóðaratkvæðisgreiðsluna, við verðum að fá að segja NEI við lög nr. 1/2010 og koma þar með skírum skilaboðum til íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.1.2010 kl. 16:16
Þetta las ég úr frétt í hinu "virta" dagblaði DV, og síðan hvenær er ástæða til að ætla að þar er ekki farið rétt með? Að vísu er það nokkuð óljóst. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 16:18
Hlaupi stjórnarandstaðan undir Icesavebagga stjórnarinnar án sýnilegra sinnaskipta ráðherra eru framsóknarmenn og sjálfstæðismenn að láta nota sig.
Já, og það má ekki gerast að stjórnarandstaðan geri samkomulag. Icesave verður alfarið að hafna.
Elle_, 16.1.2010 kl. 00:51
Líf stjórnarflokkana hangir á því að ekki náist betri samningur, og helst verri.
Já, líf þeirra hangir á þessu og líf flokka er ekki virði þrælalaga gegn alþýðu landsins í þágu stórvelda.
Elle_, 16.1.2010 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.