RÚV falsar ummæli

Eftirfarandi mátti lesa á ruv.is

 

Fyrst birt í flokknum Málaflokkar þann 11.01.2010 22:37Síðast uppfært: 11.01.2010 22:40

Staðan gæti versnað dragist Icesave

Hagfræðiprófessor segir að vextir lækka ekki, hagvöxtur aukist ekki og ekki verður unnt að fjármagna stórframkvæmdir á næstunni ef lausn Icesave-málsins dregst á langinn. Við þetta sé íslenska ríkið og fyrirtæki komin í slæma stöðu.

Franski hagfræðingur Alain Lipietz hefur lýst því yfir að það séu Bretar og Hollendingar sem beri ábyrgð á IceSave-skuldinni. Það séu því ríkisstjórnir þessara landa sem eigi að endurgreiða breskum og hollenskum innistæðueigendum. Icesave-skuldin var til umræðu í Kastljósi í kvöld. Þar kom fram að bíði Íslendingar með að ganga frá málinu kunni þeir að tapa á því.

Prentað af www.ruv.is

Af fréttinni er ekki annað að ráða en Alain Lipietz hafi sagt stöðu okkar versna ef við gerðum ekki upp Icesave-skuldina. Ekkert slíkt hefur komið úr munni Lipietz.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það hefði líka verið í lagi að sýna hvað betri helmingur viðtalsins í Kastljósi hafði fram að færa.  En það var auðvitað ekki gert.  Skrýtin tilviljun!!!

Jón Ásgeir Bjarnason, 11.1.2010 kl. 23:24

2 identicon

RÚV er komið langt yfir öll pólitísk mörk hvað varðar að taka upp hvað rugl sem er til að reyna að fegra hlut stjórnvalda.

Auðvitað er þetta hrein aumingjagæska.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 23:46

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Icesave-skuldin var til umræðu í Kastljósi í kvöld. Þar kom fram að bíði Íslendingar með að ganga frá málinu kunni þeir að tapa á því."

Niðurlagið er nú bara skýrt þarna, þótt ekki ætli ég að verja hlutdrægni RUV. Það sem mér finnst hinsvegar vafasamt við þessi vinnubrögð er að ekki er vísað til hver sagði þessi frómu orð í umræðunni. Var það sérfræðingur, fréttamaður eða Jói Jóns?  Orð eins og "kunni" að tapa því er ansi véfréttarlegt, þegar ekki er á nokkurn hátt reynt að skýra hvað þar liggi að baki. 

Svona púðurskot eru orðin ansi hvimleið og algert ábyrgðaleysi að setja fréttir svona fram. Hefðu menn sagt að við kinnum að tapa málinu vegna þess að...þá hefðu þeir sloppið.  Á meðan eru þetta staðlausir stafir.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 23:54

4 identicon

Hvenær er ríkisvaldið hlutlaust? Þegar ríkisstjórnir eru vinstri sinnaðar. Eins og í kvöld.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:09

5 identicon

Hvenær er ríkisútvarpið hlutlaust? Þegar vinstri er normið í stjórninni. Eins og í kvöld.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:19

6 identicon

Hvers vegna eru ríkisfjölmiðlar hlutlausir? Vegna þess að starfsmenn þeirra eru vinstri sinnaðir. Eins og í kvöld og ... já, einmitt, líka á morgun.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:21

7 identicon

Hvers vegna eru vinstri sinnaðir hlutlausir? Af því að þeir eru ríkisstarfsmenn. Og vilja halda vinnunni. Ó já. Eitt enn. Þeir vita meira en aðrir.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:26

8 identicon

Hvers vegna falsar ríkismiðill aldrei? Vegna þess að hann er vinstri sinnaður. Eins og í kvöld.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:31

9 identicon

Er þetta Helgi stam..??? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:42

10 identicon

Það er maðurinn. Sæll félagi. Það var gaman á Vegas, fannst þér ekki? Fékk málið aftur þegar þú keyptir einkadansinn handa mér.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 01:00

11 identicon

En því miður voru engir ríkismiðlar á staðnum, þannig að þú sleppur. Þeir eru svo hlutlausir.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 01:05

12 identicon

Það besta við þessa hlutlausu fjölmiðla er að þeir vilja bara fjalla um SUM mál og önnur ekki. Og þeir tala bara við SUMA menn og SUMAR konur (en verða að vera með háskólapróf Samfylkingarinnar). Það er bara ekki fjármagn til að tala við alla. Þess vegna er hlutleysið svo mikilvægt.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 01:31

13 Smámynd: Ólafur Als

Hvað með umræðu RUV um s.k. viðbrögð við umfjöllum hins franska hagfræðings. Ég get varla verið einn um það að finnast fréttastofu RUV hafa sett þetta í frjálslegan búning og jafnvel gefið í skyn andstöðu á breiðum grunni við orð hr. Lipietz.

Ólafur Als, 12.1.2010 kl. 01:56

14 Smámynd: Óttar Guðlaugsson

Fram kom í fréttum sjónvarps kl 2200 að í kastljóssþætti kvöldsins hefði komið í ljós að engin lán fengjust erlendis frá til atvinnuuppbyggingar,vextir myndu hækka og verðbólga færi úr böndunum,ef við greiddum ekki Icesave skuldina.Þess var ekki getið að þetta væri álit Friðriks Baldurssonar hagfræðings.Þess þurfti ekki allt sem fellur í kramið hjá áróðursmaskinu RÚV eru lög.Ekki var mynnst einu orði á það sem Lárus Blöndal sagði um lagalegu hliðina.Áróður RÚV er svo yfirgengilegur og grímulaus að engu tali tekur.Eg legg til að ef kosið verður um Icesave þá gefist fólki kostur á að kjósa um hvort það vilji greiða útvarpsgjaldið nefskattinn sem jafnvel hundar og hestar þurfa að greiða.Eg vil allavega ekki borga undir rassinn á þessu liði.

Óttar Guðlaugsson, 12.1.2010 kl. 02:05

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Friðrik Baldursson er evrópuskækja. Það hlaut að vera. Honum láðist að telja til frostavetur, uppskerubrest, flugnaplágu og almenan heimsenndi í þessari upptalningu sinni.

Er hægt að una við þessa andskotans vitleysu lengur?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 06:14

16 Smámynd: Hrannar Baldursson

Er semsagt verið að nota bæði RÚV og Stöð 2 sem áróðurstól til að samþykkja ICESAVE? Spyr sá sem ekkert veit um þessa fjölmiðla.

Hrannar Baldursson, 12.1.2010 kl. 06:25

17 identicon

Ertu nú ekki að skjóta langt yfir markið með ósvífnum og allt of grófum ásökunum. Þú ert blaðamaður sem ég held væri varhugavert að treysta.. Hvaða hagsmuni ætti ruv af öllum þessum fjölmiðlum aða falsa fréttir. Annað með baugsmiðlana eða hádegishólana. Þar er verið að gæta hagsmuna.. Þvílikt bull sem þú skrifar.. og fyrir hvern. Það er kannski spurningin!

Hallgrímur Jónasson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:25

18 identicon

Þetta hefur prófessor við Háskóla Íslands og fyrrum fréttamaður á RÚV að segja um "hlutleysi" starfsamanna fyrrum vinnustaðar síns að segja á umræðudálki hér á síðu þann 08.01.2010:

"Hlutdrægni fréttastofunnar er á köflum svo áberandi að ég sem gamall fréttamaður er á stundum alveg gáttaður og yfir mig hneykslaður, oft á tíðum. Þannig að ég er mjög sammála yfirskrift færslunnar hér og innihaldi hennar. Maður vill treysta því að ríkisfjölmiðill keppi eftir því að draga ekki taum einnar stjórnmálahreyfingar umfram annarrar. En mikið vantar upp á að svo sé og þarna er mjög áberandi slagsíða og ég held að menn þar á bæ þurfi að líta alvarlega í eigin barm. Mér hefur fundist þessi slagsíða meira áberandi í seinni tíð en áður. Þetta á ekki eingöngu við um innlendar fréttir heldur einnig í ákveðnum málaflokkum á erlendum vettvangi. Mér þykir vænt um Rúv, tel það afar mikilvæga stofun og þeim mun verra finnst mér þetta ástand."

Gunnlaugur A. Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 14:04

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband