RÚV skuldar skýringar

Kvöldfréttatími RÚV miðvikudaginn 6. janúar var nær samfelld árás á heilbrigða skynsemi. Öllu var tjaldað til að telja áhorfendum trú um að endalok Íslands væru nærri. Fréttamenn á vakt og yfirmenn eru jafnframt sekir um grófa misnotkun á fjölmiðli í opinberri eigu þegar þeir stungu undir stól hluta af niðurstöðum skoðanakönnunar, þ.e. þeim hluta sem ekki samræmdist þeirri heimsmynd sem RÚV kýs að halda að áhorfendum.

Fréttatíminn var undirlagður þeirri sannfæringu að neitun forseta á undirskrift Icesave-frumvarpsins myndi leiða yfir landið meiri hörmungar en þjóðin hefur mátt þola síðan Móðuharðindin leið.

Fréttmat úr öllum tengslum við veruleikann og fagleg afbrot hljóta að leiða til aðgerða af hálfu þeirra sem eru ábyrgir fyrir rekstri RÚV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, skoðanakönnunin kom á óvart. Ég hafði þess vegna samband við Capacent og sá líka á neti þeirra: http://www.capacent.is/library/Skrar/Frettir/FR%C3%89TTATILKYNNING_Capacent_Gallup_060110.pdf

Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru 50,3% svarenda.

51% svarenda eru ósammála ákvörðun forseta Íslands (um að staðfesta ekki Icesave- lögin).

16,5% stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar eru sammála ákvörðun forsetans

64,5% þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina eru sammála ákvörðun forsetans.

Mín hugsun: Svörin eru því í meginatriðum háð því, hvort þér finnist þú styðja ríkisstjórnina eða ekki með svari þínu. Þess vegna er þetta mjög "litað" svar, þar sem einhver kýs kannski VG, er á móti IMF, ESB- aðild og Icesave- pakkanum, en vill ekki fella Steingrim, af því að "hinir" komast þá að kjötkötlunum. Niðurstaðan er tap þjóðarinnar.

.

 

Ívar Pálsson, 8.1.2010 kl. 13:46

2 identicon

Hlutdrægni fréttastofunnar er á köflum svo áberandi að ég sem gamall fréttamaður er á stundum alveg gáttaður og yfir mig hneykslaður, oft á tíðum. Þannig að ég er mjög sammála yfirskrift færslunnar hér og innihaldi hennar. Maður vill treysta því að ríkisfjölmiðill keppi eftir því að draga ekki taum einnar stjórnmálahreyfingar umfram annarrar. En mikið vantar upp á að svo sé og þarna er mjög áberandi slagsíða og ég held að menn þar á bæ þurfi að líta alvarlega í eigin barm. Mér hefur fundist þessi slagsíða meira áberandi í seinni tíð en áður. Þetta á ekki eingöngu við um innlendar fréttir heldur einnig í ákveðnum málaflokkum á erlendum vettvangi. Mér þykir vænt um Rúv, tel það afar mikilvæga stofun og þeim mun verra finnst mér þetta ástand.

Gunnlaugur A. Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 14:04

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hræðilegt áróðurstæki RUV. svei mér ef Bylgjan er ekki skárri.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.1.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Skil ekki hvern andsk þú ert að fara.

Þú virkar eins Björn B. á sterum, og það í alvöru kaldastríði..

hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 14:12

5 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Mikið er ég þér sammála Páll,hittir oftast naglann á höfuðið,meira en margur getur sagt

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 8.1.2010 kl. 14:35

6 identicon

Norður Kórea í Efstaleiti?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 14:44

7 identicon

... sammála þér Páll. Toppstykkin í Efstaleitinu eru forskrúfuð og limirnir dansa eftir þeim. Það er kominn tími á þjóðaratkvæðagreiðslu um skylduáskrift að RÚV.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 15:49

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er mjög hollt fyrir Pál að heyra eittvað annað en það sem hann vill sjálfur. Að ætla sér að ritstýra útvarpi allra landsmanna af bloggsíðunni sinni er bara árás á málfrelsið í landinu. ég trúi því ekki að Páll vilji það í raun. Hann þarf bara að venja sig við að það hafa ekki allir sömu réttu skoðanirnar og hann sjálfur. Ég veit að það er hvimleitt af eigin reynslu en maður kemst af.

Gísli Ingvarsson, 8.1.2010 kl. 16:55

9 identicon

Gísli: Er það semsagt spurning um málfrelsi að fréttamenn RÚV frá að koma sínum skoðunum á framfæri fyrir almannafé? Og fái auk þess að titla málgang sitt "útvarp allra landsmanna"?

Er það ekki frekar atlaga að málfrelsinu að öllum, sama hvar þeir standa í pólitík, sé gert að leggja baráttu eins hóps umfram aðra lið?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 17:43

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er mjög alvarlegt mál ef ríkisfjölmiðill starfar í þágu þeirra stjórnarflokka sem sitja við völd hverju sinni.

Minn skilningur á ríkisfjölmiðli er sá að hann sé hlutlaus gagnvart stjórnmálaöflum allrahanda, upplýsi alþjóð á hlutlausan hátt um hvaðeina sem fjölmiðlar á annað borð fást við og þjóni þar með öllum landsmönnum - hver svo sem stjórnmálaskoðun þeirra er.

Ef "útvarp/sjónvarp allra landsmanna" stendur sig ekki í því stykkinu þá þarf að leggja það niður sem slíkt.

Kolbrún Hilmars, 8.1.2010 kl. 18:26

11 identicon

Sæll.

Ég sá ekki þennan tiltekna dagskrárlið sem þú vísar í en hef séð annað sem hefur valdið því að ég horfi ekki á þennan fjölmiðil.

Ég held að ekkert gerist þarna nema einhverjir hausar fjúki. Palli Magg var ekki ráðinn til RÚV til að lesa fréttir og sporta sig um á jeppa á minn kostnað og Óðinn fréttastjóri á að halda sínum prívatskoðunum fyrir sig. Hann getur það ekki, frekar en Palli stjórnað þarna, og því eiga þeir báðir að fara. Ég vil ekki að opinbert fé fari í tilraunir nokkurra skammsýnna manna í að fá okkur til að borga skuldir sem eru ekki okkar og verða aldrei okkar.

Jon (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:49

12 identicon

Ykkur ofanritaðir sem eru Sjálfstæðismenn (Ívar og fl.) vil ég benda á að margir helstu fréttamenn RÚV eru  Sjálfstæðismenn og eru oftar en ekki mjög hlutdrægir í umfjöllun, vali á viðmælendum og vali á efni. Má þar nefna yfirmenn eins og Elínu Hirst, Boga Ágústsson, stjórnmálafréttamennina Jóhönnu Vigdísi, Jóhönnu Vilhjálms og Svavar Halldórsson. Einnig er augljóst að Ingólfur Bjarni, Sigmar og Þóra A eru hægra fólk. Einhverja kann ég ekki að nefna en þeir eru áreiðanlega í meirihluta, samt síður finnst mér flest þetta fólk sæmilega hæft til að segja ökkur fréttir, sérstaklega ef maður veit um þennað hægri halla. Það er víðar Baldur en í Fjármálaráðuneytinu eins og sagt er! Það er mikil hægri slagsíða á fréttaflutningi sjónvarpsins en síður í hljóðvarpinu.

Þessi hægrihalli hefur meðal annars orðið til þess að í stað þess að útskýra almennilega mál eins og Icesave hefur sjónvarpi allra landsmanna tekist að rugla fólk og skipta því í lið.

Eins ástæðan fyrir því að þetta fólk nýtur sín í hægri fréttamennsku er ritskoðun fjölmenns hóps hægri manna eins og nokkurra hér að ofan.

Haldið þið e.t.v. að gagnrýnisleysi, meðvirkni og eineltiskennd fréttamennska eins og var fyrir hrun - til hagsbóta fyrir þáverandi stjórnvöld og útrásarvíkingana - hafi verið ættuð frá gagnrýnum (vinstri) féttamönnum. Nei skýringin er samtvinnun Sjálfstæðisflokksins og hægri sinnaðra fjölmiðla og fjölmiðlamanna.

Þið sýnið dæmigerðan Sjálfstæðisflokks-heimóttarskap og forræðishyggju  þegar þið eruð á móti því að fjölmiðlar segi frá viðbrögðum erlendis við Icesave-framtaki forsetans.

Bendi ykkur á bloggið mitt á visi,.is

Unnur G. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband