Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Forsetagígabæt í þágu þjóðar
Ólafur Ragnar Grímsson ber höfuð og herðar yfir íslenska stjórnmálamenn og sannaði það rækilega á tveim fundum með blaðamönnum, öðrum í BBC og hinum á heimaslóðum. Í BBC hélt hann vel sínu og kom málstað landsins á framfæri gagnvart höggþungum spyrli sem jafnan lætur viðmælendur sína ekki komast upp með moðreyk.
Á blaðamannafundi með íslenskum blaðamönnum var forsetinn fullorðinn meðal barna. Spurningu frá blaðamanni um hvort forsetinn hlypi á eftir skoðanakönnunum en léti almannahag um lönd og leið svaraði Ólafur Ragnar þannig að ef valið stæði á milli lýðræðisvilja þjóðarinnar og markaðarins myndi hann ávallt velja það fyrrnefnda. Blaðamaðurinn sem hafði skreytt mál sitt með enskum orðum, ,,public interest," og ,,public opinion" kom út eins og hálfviti en forsetinn snillingur.
Ólafur Ragnar hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum. Ef innrætið væri í takt við snilli hans myndi þjóðin gera 14. maí að degi er stæði á milli 17. júní og 1. desember að hátíðleika.
Staða forseta og stjórnar óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála....
arnar (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:50
Sæll. Ólafur Ragnar Grímsson Útvörður Íslands sverð þess og sómi er búin að afreka meira á 2 dögum heldur ríkistjórnin á tæpu ári.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 7.1.2010 kl. 18:01
"Forsetinn snillingur", ja ekki eru menn lengi að skipta og klæði þegar það hentar
Finnur Bárðarson, 7.1.2010 kl. 18:17
Kallinn er að standa sig vel. Enda er hann augljóslega í sama liði og þjóðin, en ekki með Bretum og Hollendingum eins og stjórnvöld. Það fer afar mikið í taugarnar á þeim að hörðustu andstæðingar forsetans keppast við að mæra hann fyrir hugrekkið og framgönguna í erlendum fjölmiðlum. Augljóslega þeim ómögulegt að skilja að hægt er að meta menn og flokka eftir verðleikum af verkum þeirra. Ekki sjálfvirk flokksvélmenni. Mikill meirihluti hafnar Icesave vinnu stjórnvalda og þar skiptast fylkingar. Með hagsmunum þjóðarinnar eða Bretum og Hollendingum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:51
Ólafur Ragnar Grímsson á þakkir skilið fyrir að standa á sínu; hann fór gegn sínum gömlu pólitísku vinum sem pöntuðu niðurstöðu. Viðbrögð vinanna var að mála skrattann á vegginn. Það er ekki þessum gömlu pólitísku vinum, ríkisstjórninni, að þakka að stuðningur við málstað Íslands er að vaxa. Ríkisstjórnin hefur gert nánast allt vitlaust en það kom í hlut forsetans að bjarga þjóðinni úr gíslingu. Ég dáðist að honum í BBC viðtalinu. Á sama tíma eru pólitískir kjánar innan ríkisstjórnarflokkanna á borð við Sigmund Erni og Björn Val að básúna fávisku sína um allar jarðir. Það er að minnsta kosti ekki þeim að þakka að staðan batna dag frá degi. Og það er hárrétt sem Rauða ljónið segir hér að ofan. Ólafur Ragnar hefur komið sterkur fram, miklu sterkari en ég gat ímyndað mér.
Helgi (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:16
Já.
Ekki hefði margur gert ráð fyrir því, en nú verður kallinn að redda sér mynd af Forsetanum og ramma inn fyrir góðan stað á vegg.
Jafnvel þótt myndin hefði verið í ruslinu!
Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:50
Var á Bessastöðum þegar hann neitaði að undirrita laugin fréttamenn þustu úr úr byggingunni eins og það væri að koma heimsendir þessi sjón var hjákátleg einn þeirra kallaði til mín ég ætla að vona að þú sért ekki með erlent lán hvað áttu við spurði ég þá sagði hann ég hef engan tíma til að tala við þig það verður einhver að vinna! Annar fréttamaður tók upptökuvélina sína og tók viðtal við mig en þegar ég fór að tala um útrásarvíkingana að þeir ættu að borga þá hætti hann að taka upp og sagðist ekki hafa meyri tíma.
Sigurður Haraldsson, 8.1.2010 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.