Rænulaus ríkisstjórn

Ríkisstjórnin kann ekki að stjórna, um það vitnar gleggst Icesave-málið. Fjármálaráðherra þvælist til Norðurlanda eins og við ættum í deilum við þá og hér heima vælir liðþjálfi hans um þunga stöðu. Fyrir þjóðina er staðan alveg prýðileg; hún hefur sýnt vilja sinn og andófið skilað árangri. Ríkisstjórnin er aftur á móti í tómu tjóni og hefur verið frá upphafi.

Stjórnvöld hafa í ESB/Icesave-málum tekið hverja heimsku-lurðu-aumingjaákvörðunina á fætur annarri. Til allrar óhamingju eru þetta mál sem skipta nokkru fyrir framtíð þjóðarinnar.


mbl.is Árni Þór: Staðan þung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Árni Þór er flautaþyrill. Hann er enn fastur í hjólförum mánudagsins.

"En viðbrögðin hafa gengið út á það að reyna lægja öldurnar eins og hægt er, og reyna að tryggja það að það verði ekki neinar skjótráðnar ákvarðanir eða aðgerðir teknar sem að valda okkur skaða. Það má segja að fyrstu sólarhringarnir hafi einkennst af bráðaaðgerðum,“ segir Árni Þór í samtali við mbl.is.
Hann kveðst vera ánægður með fyrstu viðbrögð stjórnvalda í því að slökkva elda"

Hvaða skaði er skeður? Hvaða elda er verið að slökkva? Þessar aðgerðir sem forsetinn greip til voru þvert á móti aðgerðir sem miðuðu að því að lágmarka þann skaða sem ríkisstjórnin hafði valdið, og reyna að slökkva það ófriðarbál sem ríkisstjórnin hafði kveikt í þessu landi með því að fara svona rækilega gegn vilja þjóðarinnar.

Það liggur við að mann setji hljóðan að heyra þetta þvaður úr munni Árna Þórs Sigurðssonar. Hann er ekki á villigötum, hann er ekki á neinum götum, hann er týndur uppi á heiði, villuráfandi sauður.

Vonandi fer þessi ríkisstjórn frá sem fyrst. Þegar þessi lög stjórnarinnar verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er lífi þessarar ríkisstjórnar blessunarlega lokið. Þá verður hægt að fara í uppbyggingastarf sem snýr að öðru en lántökum á lántökum ofan, og áframhaldandi dekstri við menn á borð við Björgólf Thor.

joi (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:10

3 identicon

Þjóðin á að taka Icesave úr höndum þessara amatöra og færa það erlendum atvinnumönnum. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband