Snöggur dauði stjórnarinnar eða hægur

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fer ekki í þriðja sinn að semja við Breta og Hollendinga um Icesave. Jafnvel daufdumbustu af daufdumbum stjórnarsinnum hljóta að fatta það. Ef ekki verður samið á ný um Icesave þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla sem mun fella frumvarp stjórnarinnar.

Í báðum tilvikum er niðurstaðan sú sama: Ríkisstjórnin verður að fara frá. Ef stjórnin segir hratt og vel af sér fær hún prik. Ef Jóhanna og félagar verða bornir út úr stjórnarráðinu öskrandi og emjandi er það meira við hæfi en sorglegt samt.


mbl.is Vopn færð í hendur Hollendinga og Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri, Páll, að þú tileinkaðir svosem eina færslu vandræðaganginum í Sjálfstæðismönnum eftir þetta upphlaup forsetans.

Afhverju skyldu nú allt í einu vera komnar vöflur á B.B. og Kristján Þór ?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hvorki gerði stjórnarandstaðan Icesave-samningana né heldur sparkaði hún í liggjandi þjóðina með því að senda umsókn um aðild að ESB.

Páll Vilhjálmsson, 7.1.2010 kl. 12:22

3 identicon

Ekki styð ég umsókn um aðild að ESB.

Hins vegar er fulljóst að tilurð Icesave varð ekki fyrir neitt annað en aðgerðaleysi Sjálfstræðisflokksins þegar hann fór með forsætisráðuneytið. Forsætisráðherra er yfirmaður efnahagsmála og þar með Seðlabanka. Seðlabankinn gat ekki hjólað í bankana einn síns liðs en enginn stuðningur fékkst frá ríkisstjórninni fyrr en alltof seint. Sama ríkisstjórn setti bæði Icesave málið sem og önnur efnahagsmál í þann farveg sem unnið hefur verið eftir frá í fyrra.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband