Miđvikudagur, 6. janúar 2010
Endurreisnin er ekki um krónur og aura
Ýkjustrókurinn stóđ upp úr ríkisstjórninni um ađ neitun forseta á stađfestingu Icesave-frumvarps myndi leiđa til ţess ađ ,,endurreisninni" yrđi slegiđ á frest. Stjórnvöld tala reglulega um ađ endurreisnin eigi ađ hafa forgang og hana megi ekki tefja.
Endurreisnin er hvergi útskýrđ og er hugtakiđ nánast safnliđur fyrir hugmyndir og pćlingar um hvernig land viđ viljum byggja eftir útrásaráratuginn. Kjarni endurreisnarinnar hlýtur ađ vera um gildismat og siđferđi og hvernig samfélag viđ viljum búa okkur.
Sjórnvöld halda ađ endurreisnin sé um krónur og aura. Óđara og fréttist af neitun forseta rćddu stjórnvöld um lánalínur sem myndu lokast. Er ţađ í stíl viđ línuna sem gefni var frá forsćtisráđuneytinu, um ađ saman vćri hvađan gott kćmi, ţegar vćntanleg lög handa gagnaveri Björgólfs Thors voru til umrćđu.
Sjórnin á ađ skapa skilyrđi til ađ ţjóđin fái tćkifćri til ađ endurreisa sjálfa sig. Hún á ađ sjá um ađ kerfi virki; s.s. heilsugćsla, bankar, dómstólar, menntastofnanir og svo framvegis.
Og stjórnin á ađ sjá til ţess ađ ţjóđin verđi ekki gjaldţrota; ţess vegna átti hún aldrei ađ samţykkja Icesave-skuldbindingarnar á forsendum Breta og Hollendinga.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.