Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Endurreisnin er ekki um krónur og aura
Ýkjustrókurinn stóð upp úr ríkisstjórninni um að neitun forseta á staðfestingu Icesave-frumvarps myndi leiða til þess að ,,endurreisninni" yrði slegið á frest. Stjórnvöld tala reglulega um að endurreisnin eigi að hafa forgang og hana megi ekki tefja.
Endurreisnin er hvergi útskýrð og er hugtakið nánast safnliður fyrir hugmyndir og pælingar um hvernig land við viljum byggja eftir útrásaráratuginn. Kjarni endurreisnarinnar hlýtur að vera um gildismat og siðferði og hvernig samfélag við viljum búa okkur.
Sjórnvöld halda að endurreisnin sé um krónur og aura. Óðara og fréttist af neitun forseta ræddu stjórnvöld um lánalínur sem myndu lokast. Er það í stíl við línuna sem gefni var frá forsætisráðuneytinu, um að saman væri hvaðan gott kæmi, þegar væntanleg lög handa gagnaveri Björgólfs Thors voru til umræðu.
Sjórnin á að skapa skilyrði til að þjóðin fái tækifæri til að endurreisa sjálfa sig. Hún á að sjá um að kerfi virki; s.s. heilsugæsla, bankar, dómstólar, menntastofnanir og svo framvegis.
Og stjórnin á að sjá til þess að þjóðin verði ekki gjaldþrota; þess vegna átti hún aldrei að samþykkja Icesave-skuldbindingarnar á forsendum Breta og Hollendinga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.