Heimarík en lyppast niður erlendis

Stjórnin er heimaríkur hundur sem lyppast niður þegar komið er utan túnfótar. Æðibunugangur Samfylkingar að sækja um aðild að Evrópusambandinu kom okkur í koll í samningaviðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave. Þeir tölu sig geta sett stífar kröfur vegna þess að heimapólitísk staða Samfylkingar leyfði ekki að þröskuldar yrðu á vegi umsókarhraðlestarinnar til Brussel.

Ríkisstjórn Jóhönnu situr í óþökk meirihluta landsmanna og eyðileggur möguleika okkar á að semja upp á nýtt við Breta og Hollendinga. Stjórnarkreppa er alþjóðleg aðferð til að lýsa endalokum tiltekinnar stjórnarstefnu. Við þurfum slíka niðurstöðu.

Eftir að við fellum Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar verður stjórnin hvort eð er að víkja. 


mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

assa (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:42

2 identicon

Svo hjaranlega sammála Páll , takk fyrir alla finu pistlana þina  og Áfram !!!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:44

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hverju orði sannara Páll !!

Sigurður Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 17:00

4 identicon

Fullkomlega sammála þér Páll, en stærsta vandamálið núna er, að reynt er að klína á almenng þessa lands Björgólfuð Stokkhólms-heilkenni, sem hrjá nú marga, sem hafa ekki það móavit hins augljósa að við eigum ekki að borga fyrir syndir einkavædds græðgis-kapitalisma heimsins.  Hvers konar nýfrjálshyggjulið, hinna síðari tíma heilögu í trénuðu heilabúinu, vill það?  Það er liðið með sinn blauta draum um ESB.  Og klíni nú enginn á mig einhverju flokks-skírteini.  Ég er utan þeirra, enda ómúlbundinn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband