Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Samfylkingin sleit í sundur friðinn
Samfylkingin ber höfuðábyrgð á þeirri tortryggni sem umleikur Icesave-málið meðal þjóðarinnar. Samfylkingin knúði Vinstri græna til að samþykkja umsókn um Evrópusambandið og senda með hraði til Brussel. Þar með sleit Samfylkingin í sundur friðinn í samfélaginu til uppgjörs við hrunið.
Icesave-málið var nátengt umsókninni enda vildi Samfylkingin fyrir engan mun spilla fyrir hraðferðinni til Brussel. Klúður og handvömm var afleiðing af írafárinu.
Þegar komið er að skilum í hantéringu á Icesave er rétt að Samfylkingin fari úr ríkisstjórn og hófstilltari og yfirvegaðri stjórn taki við.
Íslenskt samfélag þarf ekki á neinni hraðferð að halda nú um stundir. Við þurfum tíma íhugunar og uppgjörs.
Þing komi saman í vikulok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver getur treyst þessu fólki til að vinna af heilindum? Allt sem þetta fólk hefur sagt í stjórnarandstöðu er nú snúið á haus þegar það kemst í stjórn. Lýðræði þegar það hentar, allt upp á borðum þegar það hentar, fyrirvararnir út um gluggann, esb aðildarumsókn sett í forgang í óþökk allra, þekkingarleysi og skilningsleysi ráðherra á eigin málaflokkum... Undirlægjuháttur og leynimakk með drápsklyfjar sem á að klína á almenning. Skjaldborg breytist í gjaldborg. Svo dirfist þetta lið að koma fram í fjölmiðlum og útvarpa því að glæsilegri vinnu þeirra sé stefnt í voða af eina manninum sem gefur þjóðinni tækifæri á að grípa inn í þessa sveitamanna-samningagerð.
Þó hótanir dynji á okkur er það ekki nema gleðiefni þegar menn hóta því að bregða fæti fyrir okkur í umsókn um ESB... því þangað höfum við ekkert að sækja nema meiri kúgun.
Jóhann D (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:19
“What is now occurring in Iceland is a foretaste of what may become more common throughout the developed world. Taxpayers have been told by policymakers that they must bear the financial costs of failed decisions made by private business, no matter how steep the price, or accept even more horrendous economic consequences. For the first time, an aroused public in at least one country has rejected the dictates being imposed by the political establishment.
No wonder that the Dutch and British governments reacted so swiftly with a condemnation of Iceland's citizens for having the audacity to think they have the right to exercise their democratic rights in deciding for themselves what is in the best economic interests of their nation.
As the global economic crisis continues, leading to more private business failures and demands by policymakers that taxpayers fund ever-larger bailouts, look for other aroused citizenry following in the footsteps of Iceland's.”
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:12
SAMSPILLINGIN, SA (Vilhjámur) & ASÍ (Gylfi) vilja inn í EB og ekkert má stöðva slíkt...lol..! Þeir spila með EB gegn þjóð sinni "ítrekað" - sem betur fer sjá flestir nú að þeirra "lygar & blekkingar" eru ekki boðlegar. Hlustum á okkar færustu hagfræðinga, hlustum á erlenda hagfræðinga eins og t.d. Michael Hudson (www.svipan.is) & Sweder van Wijnbergen prófessor í hagfræði við Háskólann í Amsterdam (www.eyjan.is og www.mbl.is ) en báðir taka undir þau varnarorð að þær "drápsklyfjar" sem SA, ASÍ, AGS, EB, UK, Holland & núverandi ríkisstjórn reyna að setja á okkar samfélag ganga ekki upp - auk þess sem þær birgðar eru "mjög ósanngjarnar" undir það tekur meira að segja almenningur í bretlandi...lol...!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 6.1.2010 kl. 14:25
Það eru mörg mál uppi á borðinu í einu og ekki neitt eitt sem yfirgnæfir annað nema IceSafe. ESB-aðildarumsókn er ekki fyrir neinum enda komin í farveg sem er alveg sjálfstæður og endar með lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu EF þingmeirihluti telur hann vera þess verður! Það að nöldra yfir því að meirihluti alþingis hafi samþykkt ESB-aðildarviðræður er bara andlýðræðislegur áróður. Það fer bráðum að vera komið nóg af slíku.
Það er ekkert annað en áróður að tenga þetta við fyrirliggjandi ósætti um IceSafe frumvarpið. Reyndar mun koma á daginn að afgreiðsla þess mun hafa allan forgang á næstunni.
Á meðan mun enginn nenna að tala um ESB aðildina og það fer í taugarnar á þeim sem eru í atvinnu við að halda uppi áróðri gegn ESB-aðild.
Nú er ekki svo að skilja að ég telji Íslendinga vera færa um að ganga í ESB. Þeir geta ekki einu sinni stjórnað sjálfum sér. Það er hinsvegar mjög gaman að það skuli í alvöru vera einhverjir sem velti fyrir sér að Íslendingar taki þátt í alvöru pólitík hér heima og erlendis. Það þarf ekki að skoða feril Íslenska lýðveldisins náið til að sjá að þar hafa aularnir ráðið ferðinni og það er bara maklegt.
Það óvænt fyndna er að stjórnarandstaðan ( aularnir) vill alls ekki taka við stjórninni á meðan allt er komið í hnút og óvissu. Ef þeir taka sig ekki á og krefjast valda þá mun þjóðin snúa við þeim baki á allra næstu dögum og enginn mun kannast við að hafa viljað fella þetta frumvarp.
ESB kemur þessu barasta ekkert við.
Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.