Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Ótrúverðuga liðið hittist
Ríkisstjórnin og samtök atvinnulífsins eiga það sameiginlegt að vera rúin trausti. Fundur í ráðherrabústaðnum vekur athygli á gengisfellingu ríkisstjórnarinnar. Rænulausu meðhlauparar hrunverja hjá Samtökum atvinnulífsins og ASÍ, sem sáu þann eina kostinn að leita skjóls hjá ESB, standa einangruð og úr öllum tengslum við íslenskt samfélag. Þangað leitar ríkisstjórnin.
Síðasti fundur ríkisstjórnarinnar á síðustu lífdögum hennar er vel við hæfi, skel hæfir þar kjafti.
Fundur hafinn í Ráðherrabústaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hagar þér eins og versti stjórnleysingi. Þín skrif hafa m.a. kallað yfir land og þjóð miklar hörmungar. Þú ættir að skammast þín. Um þetta verður enginn friður.
Sverrir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:05
Ég verð að taka undir með Sverri. Nú vaknar hinn þögli meirihluti. Skrif þín og margra annarra hafa örugglega ekki orðið til að stuðla að samstöðu. Það ættirðu að sjá. Geri þó ráð fyrir að þér sé sama enda er ekki stofnað til margra skrifa þinna í þeim tilgangi. Því miður
Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:16
Það er betra að deyja með sæmd en að láta murka úr sér líftóruna svo árum skiptir börnum og jafnvel barnabörnum. Nú er lag berjumst til framtíðar.
Sigurður Haraldsson, 5.1.2010 kl. 20:40
Heldur þú að versta stjórnarandstaða allra tíma hafi traust þjóðarinnar ??????????
Brattur, 5.1.2010 kl. 21:36
Þessi fáránlega hallærislega ASÍ forysta er löngu búinn með sína lífdaga enda hefur hún ekki gert annað en að sleikja rassgatið á Samtökum atvinnulífsins og sjálfstæðisflokknum sáluga.
corvus corax, 5.1.2010 kl. 22:12
Eins og Sigurður segir: Það er betra að deyja með sæmd en að láta murka úr sér líftóruna svo árum skiptir . . . Ríkisstjórnin verður að víkja.
Elle_, 5.1.2010 kl. 22:48
Er ekki kominn tími á að rísa á fætur og verja sig.? Páll takk fyrir að standa vaktina
þór (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:09
Hefur einhver einhverntíma séð Pál svara kommentum á síðu sinni ?
Ég veit að það er einkennilegann málstað að verja, en samt ?
hilmar jónsson, 5.1.2010 kl. 23:37
Páll á heiður skilið. Sé að minnihlutinn í músarlíki er farinn að taka stórt upp í sig og hótar fílnum sem er mikill meirihluti þjóðarinnar. Mikið held ég að það gæti verið ljómandi að breikka gjánna á milli 70% þjóðarinnar og stjórnarflokkana með rétt rúms helmings kjósenda sinna sem bakhjarla í góðum störfum sínum fyrir Breta og Hollendinga. Hið besta mál, enda hrokinn að drepa þetta lið eins og á skrifunum má sjá.
Það er sorglegt að sjá Vilhjálm Egilsson spóla í óþverranum úr stjórnvöldum eins og innmúruð kratabulla væri. Hann er nýbúinn að verja einokunarveldi Baugshyskisins og þá feðga með kjafti og klóm í sjónvarpi. Svo var fólk að fara á límingunum þegar Davíð sagði meiningu sína á þessum líttvirta tækifærissinna á landsfundinum fræga.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:48
Íslendingar láta ekki bjóða sér undirlægju samninga þessarar ríkisstjórnar. Hún rak þá litlu sátt sem skapaðist í sumar í bakið með því að gefa allt upp á bátinn og landa lakari samningi. Ef ríkisstjórnin vill vera við völd er henni hollast að verja hagsmuni okkar í svona samningum. Hún hefur engan vegin staðið sig í upplýsingagjöf til þings né þjóðar.
Í Bretlandi eru sömu hálfvitarnir við völd, Darling er enn og aftur að opinbera fávisku sína á stöðunni eða að notfæra sér ástandið til að sýnast harður í horn að taka.
Það á bara að taka breta á orðinu og reka málið fyrir dómstólum. Það væri glæsileg niðurstaða ef þar kæmi í ljós að við þyrftum ekkert að borga. En málið núna snýst bara um að hafna þessum augljósu kúgunar skilmálum breta sem allt í einu eru komnir inn í samningana.
Jóhann D (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.