Miđvikudagur, 6. ágúst 2025
Byrlunar- og símamáliđ gengur af Heimildinni dauđri
Uppsagnir eru á Heimildinni, útgáfan er viđ ţađ ađ deyja drottni sínum. Byrlunar- og símamáliđ í senn bjó til Heimildina og gengur af henni dauđri - og í leiđinni starfsferli verđlaunuđustu blađamanna Íslandssögunnar.
Heimildin er stofnuđ í byrjun árs 2023 međ samruna Stundarinnar og Kjarnans. Tilefni samrunans var byrlunar- og símamáliđ, byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, ţjófnađur á síma hans og afritun. Í febrúar 2022 fengu ţrír blađamenn Stundarinnar og Kjarnans stöđu sakborninga í lögreglurannsókn. Rúmu ári áđur, 21. maí 2021, birtu blađamennirnir, undir eigin nafni, sömu fréttina, um skćruliđadeild Samherja. Fréttin var hvorki skrifuđ á Stundinni né Kjarnanum heldur á RÚV - líklegasti höfundurinn er Helgi Seljan. Fjórđi fréttamađurinn sem fékk stöđu sakbornings í febrúar 2022 var ţó ekki Helgi heldur yfirmađur hans, Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri kveiks á RÚV.
Í nokkur ár höfđu RSK-miđlar, RÚV, Stundin og Kjarninn, leikiđ ţann leik ađ ţykjast sjálfstćđir fjölmiđlar en voru á bakviđ tjöldin fjölmiđlabandalag. Áhrifamáttur hvers fjölmiđils, einkum Stundarinnar og Kjarnans, varđ meiri ţegar RÚV endurbirti. Skćruliđafréttin 21. maí 2021 er skýrt dćmi. Jađarmiđlarnir frumbirtu en RÚV kom i kjölfariđ, rak hljóđnema upp í ráđherra, ţingmenn og álitsgjafa og krafđi svara um frétt sem upphaflega var samin á RÚV. Tilgangurinn var ađ láta reiđibylgju rísa í samfélaginu.
Ađalsteinn Kjartansson leppađi skćruliđafréttina á Stundinni og ţađ sama gerđu Ţórđur Snćr Júlíusson og Arnar Ţór Ingólfsson á Kjarnanum. Í byrlunar- og símamálinu var RÚV ađgerđamiđstöđin. Andlega veik eiginkona Páls skipstjóra afhenti Ţóru síma skipstjórans 4. maí 2021 á međan skipstjórinn lá međvitundarlaus vegna byrlunar á Landspítalanum í Fossvogi, steinsnar frá höfuđstöđvum RÚV á Efstaleiti.
Í febrúar 2022 verđur sem sagt heyrinkunnur rökstuddur grunur um ađ blađamenn ţriggja fjölmiđla eigi ađild ađ byrlun- og símastuldi. RÚV hafđi sitt á ţurru, fćr árlega yfir 6 milljarđa króna úr ríkiskassanum. Stundin og Kjarninn komust aftur fljótt á vonarvöl og sáu ţann kost vćnstan ađ sameinast undir merkjum Heimildarinnar. Viđskiptablađiđ upplýsir ađ samanlagt tap Stundarinnar og Kjarnans síđasta rekstaráriđ hafi veriđ yfir 50 milljónir króna. Međ frétt Viđskiptablađsins fylgir mynd af ritstjórninni. Tćplega helmingur ritstjórnar, fimm af tólf, eiga ađkomu ađ byrlunar- og símamálinu.
Heimildin hafđi til ađ byrja međ um 17 til 20 ţúsund lesendur, samkvćmt Gallup. Síđustu mánuđi hefur útgáfan tapađ helmingi lesenda sinna.
Fjölmiđlar lifa á trúverđugleika. Heimildin hefur aldrei gert grein fyrir ađkomu blađamanna sinna ađ byrlunar- og símamálinu. Tiltrú á fjölmiđilinn er botnfrosin. Ríkisstyrkur upp á 60 milljónir króna á ári er ekki nóg til ađ halda Heimildinni á floti.
Byrlunar- og símamáliđ er myllusteinn um háls fjölmiđla og blađamanna sem hlut eiga ađ máli. Á Heimildinni er ađeins einn eftir, Ađalsteinn Kjartansson. Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem varđ sakborningur á eftir Ađalsteini, er kominn á RÚV. Sama gildir um Helga Seljan, sem ekki fékk stöđu sakbornings. Fréttamál Helga á RÚV ná ekki flugi enda faglegt orđspor hans rjúkandi rúst. Ţeir Ţórđur Snćr og Arnar Ţór eru starfsmenn ţingflokks Samfylkingar. Ţóra Arnórsdóttir fékk stöđu hjá Landsvirkjun eftir ađ henni var óvćrt á RÚV.
Voriđ 2021 var annar bragur RSK-miđlum. Yfirţyrmandi dagskrárvald ţeirra gaf tóninn í fréttaflutningi hér á landi um árabil. Dagskrárvaldiđ byggđi á svindli og undirferli. Ţrjár ritstjórnir, sem út á viđ voru sjálfstćđar, störfuđu í reynd sem ein ritstjórn. Markmiđiđ var ađ móta fréttaumrćđuna.
Ţađ dregur dilk á eftir sér ađ byrla og stela til ađ afla frétta - sem í ofanálag eru ađ mestu leyti stađlausir stafir. Byrlunar- og símamáliđ er enn óuppgert en mun fylgja hlutađeigandi um aldur og ćvi.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)