Trump, Pútín og alræði möppudýranna

Einn af talsmönnum ESB-sinna á Íslandi, pólskættaður Pawel Bartoszek, segir í Economist að

 þeir sem séu hvað lík­leg­ast­ir til að sann­færa Íslend­inga um að ganga í Evr­ópu­sam­bandið séu „Vla­dimír Pútín og, að mörgu leyti, Don­ald Trump.“

Pawel endurómar Brussel-línuna, að helstu óvinir Evrópusambandsins séu forsetar Bandaríkjanna og Rússlands.

Trump og Pútín eru minkarnir í ESB-hænsnabúinu. Ráðandi kennisetning Brussel-hænsnakofans er alþjóðleg samrunaþróun með Evrópusambandið sem fyrirmynd. Tæknikratar stjórni heiminum, skammti almenningi lifibrauð, lífshætti og lífskjör eins og skít úr hnefa. Nafnlausir embættismenn án lýðræðislegs umboðs skrifa lög og reglugerðir fyrir almúgann að lifa eftir. Fyrsta boðorð nafnlausa skrifræðisins er að brjóta á bak aftur almannavilja. Þegar Frakkar, seint á 18. öld, hristu af sér hlekki einveldis var það gert í nafni almannavilja er lagði grunn að vestrænum mannréttindum. Brussel-hænsnakofinn starfar samkvæmt gamalli forskrift: vér einir vitum. 

Hvorki Trump né Pútín krjúpa fyrir smásmygli alræðis-möppudýranna. Báðir aðhyllast þeir þjóðhyggju, að skásta samfélagsskipulagið sé þjóðríkið. Yfirþjóðlegt vald hatast við þjóðhyggju. 

Íslendingar standa utan hænsnakofans í Brussel. Pawel og þjóðníðingarnir (les: Samfylking og Viðreisn) vilja okkur þangað inn.

Um Trump og Pútín er að segja að annar er 79 ára gamall og hinn 72 ára. Hvorugur þeirra, þrátt fyrir ráðsettan aldur, er upphafsmaður þjóðríkisins. Íslendingar þekkja 800 ára gamlar frásagnir um þjóðveldi sem var frá landnámi og fram á Sturlungaöld, gullöldin í íslenskri sögu.  

Söguleg tilviljun, kannski gráglettni örlaganna, er að gamalmenni vestan hafs og í Bjarmalandi knésettu alræði möppudýranna á meginlandi Evrópu. Íslensk saga, haldi hún áfram að vera sögð, mun ekki fara mjúkum höndum um Pawel og þjóðníðingana.  

 


mbl.is Styður stofnun íslenskrar leyniþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband