Þriðjudagur, 19. ágúst 2025
Rektor á flótta undan menntamorði
Menntamorð var framið í Háskóla Íslands þegar gyðingi var meina að flytja fyrirlestur um gervigreind. Fyrirlesarinn var ekki af ,,réttu" þjóðerni og kom ekki frá ,,réttum" háskóla. Silja Bára rektor Háskóla Íslands svarar ekki blaðamanni sem vill spyrja hana um menntamorð, akademískt frelsi og hugmyndafræðilegt ofbeldi.
Í innsetningarræðu sinni í sumar skilgreindi Silja Bára menntamorð og akademískt frelsi:
Meðvituð eyðilegging menntainnviða verður ekki kölluð annað en menntamorð. Það er alvarlegt og þarf að fordæma. En önnur og lævísari birtingarmynd þess er hugmyndafræðilegt ofbeldi sem felst í því að brjóta niður tjáningarfrelsi og akademískt frelsi með því að refsa og ógna fræðafólki um allan heim. Það þarf hins vegar ekki alltaf að beita ofbeldi heldur er fræðasamfélaginu gert ljóst að betra sé að þegja en að stíga fram. Það er á ábyrgð okkar allra að verja akademískt frelsi. [...]
Þannig getum við styrkt vissu okkar um að háskólasamfélagið standi með gagnrýnum röddum, standi með rétti fræðafólks til að leita sannleika og þekkingar án óeðlilegra afskipta og ræða hugmyndir frjálst og án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir, eins og kemur fram í nýlegri yfirlýsingu íslenskra háskólarektora um akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla.
Gil S. Epstein, prófessor við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, fékk boð að halda fyrirlestur í Háskóla Íslands um gervigreind miðvikudaginn 6. ágúst. Er Epstein hóf fyrirlesturinn gerðu háskólakennarar og nemendur aðsúg að honum og varð Epstein að hætta vegna ,,hugmyndafræðilegs ofbeldis" sem Silja Bára gerði að umtalsefni mánuði áður en Epstein hélt fyrirlesturinn.
En viti menn, Silja Bára lætur gott heita að menntamorð sé framið í Háskóla Íslands þar sem hún er rektor og ber ábyrgð á akademísku frelsi, sannleiksleit og þekkingu. Hún lætur hugmyndafræðilegt ofbeldi og gyðingaandúð grassera í skólanum án þess að segja orð. Rektor svarar ekki fyrirspurnum frá fjölmiðlum, grefur sig í neðanjarðarbyrgi vestur á Melum eins og Hamas-félagsbræðurnir á Gasa. Hamas myrðir og tekur gísla; Silja Bára hylmir yfir menntamorð og tekur tungumálið í gíslingu.
Hvernig í veröldinn gat það gerst að Silja Bára fékk kjör rektors þjóðarskóla Íslendinga? Andverðleikar tröllríða húsum hér á landi - einkum opinberum byggingum.
![]() |
Silja Bára lætur ekki ná í sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)