Ţriđjudagur, 12. ágúst 2025
Rússneskt neitunarvald í Nató
Úkraínuher tapar tíu til tuttugu ferkílómetrum lands á hverju degi og hefur gert um hríđ. Ţótt Úkraína sé nćr tvöfalt stćrri en Ţýskaland fer ađ muna um landiđ sem Rússar hafa lagt undir sig. Ef ekki tekst ađ semja friđ í ţessari atrennu er hćtt viđ ađ landtaka Rússa mćlist í mörgum tugum ferkílómetra á degi hverjum.
Landflćmi er ekki ástćđa stríđsins. Ađild Úkraínu ađ Nató ógnađi öryggi rússneska ríkisins, sögđu Pútín og félagar. Vesturlönd hugđust, međ Úkraínu sem verkfćri, setja Rússlandi afarkosti. Međ Nató-ríki á öllum vesturlandamćrum Rússlands yrđi fyrrum stórveldiđ í heljargreipum Washington og Brussel. Vestriđ taldi Kremlarbćndur ekki leggja í bein átök og keyrđu áfram Úkraínu-áćtlunina ţrátt fyrir áköf andmćli Rússa, sem vildu Úkraínu hlutlaust ríki utan hernađarbandalaga.
Á leiđtogafundi Nató í Búkarest áriđ 2008, fyrir 17 árum, var tilkynnt ađ Georgíu og Úkraínu yrđi brátt bođin ađild ađ hernađarbandalaginu. Í framhaldi varđ eitt smástríđ, í Georgíu, og annađ langvinnt í Úkraínu. Innrás Rússa í febrúar 2022 er afleiđing af misheppnađri pólitík. Litiđ um öxl er erfitt ađ sjá vitiđ í bćgslagangi vesturveldanna.
Opinbert markmiđ Rússa međ stríđinu er ekki ađ leggja undir sig land, ţótt ţađ geti sjálfsagt veriđ undirliggjandi tilgangur. Meginmarkmiđ Rússa er ađ tryggja ađ Úkraína verđi aldrei Nató-ríki. Ţar stendur hnífurinn í kúnni.
Aldrei í sögu Nató hefur ţjóđríki utan bandalagsins haft neitunarvald um hvađa ríki skuli fá ađild. Verđi Rússum í reynd veitt neitunarvald er Nató ekki sama bandalagiđ og ţađ áđur var. Veikt Nató ţjónar verr hagsmunum ađildarţjóđa. Ísland verđur háđara varnarsamningnum viđ Bandaríkin frá 1951. Evrópusambandiđ er ekki í fćrum veita hervernd á meginlandinu og enn síđur á Norđur-Atlantshafi.
Úkraínu-áćtlun vestursins gekk út á ađ Nató-ađild héldist í hendur viđ inngöngu Úkraínu í Evrópusambandiđ. Trauđla verđur Úkraína í bráđ ESB-ríki en verđur engu ađ síđur pólitískt, siđferđilega og efnahagslega á ábyrgđ ESB. Bandaríkin munu ekki axla ábyrgđina, líta á Úkraínu sem evrópskt vandamál.
Friđur núna er besti kosturinn. Haldi stríđiđ áfram stćkkar landsvćđiđ sem Rússar leggja undir sig. Vesturveldin töpuđu óţurftarstríđinu í Úkraínu.
![]() |
Útilokar ekki ađ eftirláta Rússum hernumin svćđi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)