Vitvél til skođanaskipta

Björn Bjarnason fyrrverandi ráđherra lét vitvél svara skođanapistli ESB-sinna og birti međ skýringum. Niđurstađa Björns:

Svo mörg voru ţau orđ vitvélarinnar sem svarađi mér á nćstum lýtalausri íslensku, á stöku stađ ţurfti ég ađ fćra textann í betra horf. Hvergi var hnikađ viđ rökunum sem fram eru borin.

Ţennan texta birti ég ekki ađeins vegna ţess ađ ég er sammála honum heldur til ađ sýna svart á hvítu hvernig nota má vitvélar í rökrćđum um gamalkunn ágreiningsmál. Ţćr verđa ekki sakađar um annađ en ađ draga fram stađreyndir, séu ţćr spurđar.

Björn bađ vitvélina, ChatGPT-5, ađ svara ESB-grein Ágústar Ólafs á gagnrýninn hátt. Líklega hefđi Björn fengiđ önnur rök hefđi hann óskađ eftir texta frá vitvélinni er styddi málflutning Ágústar Ólafs. Ađ ţessu leyti er vitvélin rökfćrsla ađ gefnum forsendum. Svipađ og málfćrsla fyrir dómstól. Lögmenn taka ađ sér málflutning fyrir ađila ađ dómsmáli og flytja bestu útgáfu málavöxtu fyrir skjólstćđinginn.

Fyrirspurn til vitvélar sem hljóđađi svona: gefđu mér 3 góđar ástćđur fyrir sölu áfengis í matvöruverslunum myndi gefa eina niđurstöđu. Fyrirspurnin: gefđu mér 3 góđar ástćđur fyrir ríkiseinokun í áfengissölu gćfi ađra niđurstöđu.

Vitvélar byggja á gagnaleit og forsendum. Allar vitvélar, sem standa undir nafni, gefa sama svariđ viđ spurningunni: hvenćr var lýđveldi stofnađ á Íslandi? Spurningar sem lúta kostum og göllum lýđveldis gefa svör í samhengi viđ forsendur í spurningunum. Stađreyndin, ađ lýđveldi var stofnađ á Íslandi 17. júní 1944, býđur upp á fjölmargar ályktanir og sjónarmiđ. Vitvél getur haft ţćr allar enda sjálf ekki međ neina sannfćringu.

Eflaust er laukrétt hjá Birni ađ hćgt sé ađ nýta vitvélar til ađ skrifa texta um ţekkt álitamál og fá greinargóđa ritsmíđ á fljótvirkan hátt. Líklega munu menn í auknum mćli nýta sér gervigreindina til ţess arna. Vitvélar sćju um skođanaskipti á báđa bóga, líkt og lögmenn í dómssal.

Tilfallandi hćttir sér á hálan ís međ pćlingum um vitiđ í vitvélum, hefur ekki prófađ ađ nota gervigreind til ađ skrifa texta. Sá grunur lćđist ađ tilfallandi huga ađ vitvél án sannfćringar gefi eitt en taki annađ.

 


Bloggfćrslur 11. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband