Þorgerður Katrín fagnar refsitollum ESB á Ísland

Þorgerður Katrín utanríkisráherra fagnar árás Evrópusambandsins á íslenska hagsmuni. ESB leggur refsitolla á kísiljárn frá Íslandi. Refsitollarnir eru liður í að þvinga Ísland inn í ESB.  Þegar forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, heimsótti Ísland fyrir tveim vikum sagðist Þorgerður Katrín spyrja

hvert við Íslend­ing­ar erum komn­ir ef við ætl­um ekki að taka á móti leiðtoga þess markaðar sem við send­um 70% af okk­ar út­flutn­ingi, hvers kon­ar skila­boð eru það? Þeir for­svars­menn fyr­ir­tækja sem ég hef talað við á síðustu dög­um eru miður sín yfir þess­ari orðræðu. Við eig­um að fagna því að sterk­ir leiðtog­ar komi hingað til lands og sýni Íslandi áhuga,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra. 

Þor­gerður seg­ir rík­is­stjórn­ina vera að vinna vinn­una sína og reyna að víkka út aðgang fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki á grunni EES-samn­ings­ins. Hún seg­ir skila­boð formanna stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna þess efn­is að leiðtogi Evr­ópu­sam­bands­ins sé ekki au­fúsu­gest­ur til Íslands vera miður.  

„Mér þykir það bara í þessu ljósi mjög mikið um­hugs­un­ar­efni hvert ís­lensk póli­tík er að stefna,“ bæt­ir Þor­gerður við.

Já, Þorgerður Katrín, hvert er íslensk pólitík komin þegar sjálf ríkisstjórn Íslands tekur fagnandi að ESB leggi refsitolla á íslenska framleiðslu? Vitanlega upplýsti von der Leyen íslenska ráðherra hvað væri á döfinni. Ráðherrar, búnir að bóka far með Brusselhraðlestinni, töldu þjóðráð að ESB sýndi vígtennurnar hér á landi. Refsitollarnar þjóna sameiginlegum hagsmunum ríkisstjórnarinnar og ESB - að þvinga Ísland inn í sambandið.

Þorgerðar Katrínar fer með öfugmælavísu þegar hún segir ,,rík­is­stjórn­ina vera að vinna vinn­una sína og reyna að víkka út aðgang fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki á grunni EES-samn­ings­ins." Ekkert slíkt stendur til. Herfræði ríkisstjórnar Kristrúnar Frost er að segja við Íslendinga að annað tveggja samþykkið þið inngöngu í Evrópusambandið eða að Ísland fái ekki aðgang að ESB-markaði. Þetta er sama liðið og hótaði að Ísland yrði Kúba norðursins ef við greiddum ekki Icesave-skuldir einkabanka. Íslenskir ráðherrar stilla þjóðinni upp við vegg.

Eftir að upp komst um refsitollana, fréttin var fyrst sögð í norskum fjölmiðlum, hefur enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar sagt múkk opinberlega. Þeir eru of uppteknir að lesa fasteignaauglýsingar staðarmiðla í Brussel. Feitur biti bíður ráðherrana sem færa Evrópusambandinu Ísland á silfurfati. 

 

 


mbl.is Nauðsynlegt að beita þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband