Sunnudagur, 27. júlí 2025
Þorgerður Katrín fagnar refsitollum ESB á Ísland
Þorgerður Katrín utanríkisráherra fagnar árás Evrópusambandsins á íslenska hagsmuni. ESB leggur refsitolla á kísiljárn frá Íslandi. Refsitollarnir eru liður í að þvinga Ísland inn í ESB. Þegar forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, heimsótti Ísland fyrir tveim vikum sagðist Þorgerður Katrín spyrja
hvert við Íslendingar erum komnir ef við ætlum ekki að taka á móti leiðtoga þess markaðar sem við sendum 70% af okkar útflutningi, hvers konar skilaboð eru það? Þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem ég hef talað við á síðustu dögum eru miður sín yfir þessari orðræðu. Við eigum að fagna því að sterkir leiðtogar komi hingað til lands og sýni Íslandi áhuga, segir utanríkisráðherra.
Þorgerður segir ríkisstjórnina vera að vinna vinnuna sína og reyna að víkka út aðgang fyrir íslensk fyrirtæki á grunni EES-samningsins. Hún segir skilaboð formanna stjórnarandstöðuflokkanna þess efnis að leiðtogi Evrópusambandsins sé ekki aufúsugestur til Íslands vera miður.
Mér þykir það bara í þessu ljósi mjög mikið umhugsunarefni hvert íslensk pólitík er að stefna, bætir Þorgerður við.
Já, Þorgerður Katrín, hvert er íslensk pólitík komin þegar sjálf ríkisstjórn Íslands tekur fagnandi að ESB leggi refsitolla á íslenska framleiðslu? Vitanlega upplýsti von der Leyen íslenska ráðherra hvað væri á döfinni. Ráðherrar, búnir að bóka far með Brusselhraðlestinni, töldu þjóðráð að ESB sýndi vígtennurnar hér á landi. Refsitollarnar þjóna sameiginlegum hagsmunum ríkisstjórnarinnar og ESB - að þvinga Ísland inn í sambandið.
Þorgerðar Katrínar fer með öfugmælavísu þegar hún segir ,,ríkisstjórnina vera að vinna vinnuna sína og reyna að víkka út aðgang fyrir íslensk fyrirtæki á grunni EES-samningsins." Ekkert slíkt stendur til. Herfræði ríkisstjórnar Kristrúnar Frost er að segja við Íslendinga að annað tveggja samþykkið þið inngöngu í Evrópusambandið eða að Ísland fái ekki aðgang að ESB-markaði. Þetta er sama liðið og hótaði að Ísland yrði Kúba norðursins ef við greiddum ekki Icesave-skuldir einkabanka. Íslenskir ráðherrar stilla þjóðinni upp við vegg.
Eftir að upp komst um refsitollana, fréttin var fyrst sögð í norskum fjölmiðlum, hefur enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar sagt múkk opinberlega. Þeir eru of uppteknir að lesa fasteignaauglýsingar staðarmiðla í Brussel. Feitur biti bíður ráðherrana sem færa Evrópusambandinu Ísland á silfurfati.
![]() |
Nauðsynlegt að beita þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)