Laugardagur, 26. júlí 2025
ESB sýnir Íslandi klærnar
Tollar ESB á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi eru pólitísk skilaboð. Brusselvaldið ætlast til að Íslendingar gefi frá sér fullveldi og forræði eigin mála til Evrópusambandsins. Ísland er lykilríki útþensluáætlun ESB í norðri. Fyrir tveim dögum bloggaði tilfallandi um ræðu von der Leyen og norðurslóðaáætlun ESB:
Ísland er talið lykilríki til að fá Grænland og Noreg inn í sambandið. Vísað er til þess að sitjandi ríkisstjórn Íslands sé áhugasöm um ESB-aðild. Lagt er til að ESB geri Íslandi tilboð í sjávarútvegsmálum ,,sem ekki er hægt að hafna." Orðalagið er beint upp úr mafíubókmenntum - þýðir að dauðasök sé að neita tilboði guðföðurins. ESB hefur ýmsar leiðir til að herja á íslenska hagsmuni, ekki síst í gegnum EES-samninginn.
Verndartollar ESB gegn Íslandi staðfesta tilfallandi greiningu. ESB ætlar sér landið og miðin með góðu eða illu. ESB talar um lýðræði en starfar í anda alræðis.
Óhamingju Íslands verður allt að vopni. Brussel bruggar íslenska lýðveldinu launráð. Í Reykjavík er rauði dregillinn lagður fyrir skrifræðisherinn að taka ráðin af frjálsri þjóð.
![]() |
Leggja tolla á kísiljárn: Stefnubreyting ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)