Vinstrimenn sameinast gegn Samfylkingu

Sósíalistaflokkurinn međ 4 prósent fylgi í síđustu ţingkosningum, Píratar 3% fylgi og Vinstri grćnir 2,3% fylgi vilja sameinast, segir Gunnar Smári burtrekinn formađur Sósíalistaflokksins. Vísir veitir sameiningu brautargengi međ frétt í sama stíl.

Vinstrimenn stunda á víxl klofning og sameiningu í bráđum hundrađ ár. Fyrsti klofningur ţeirra varđ 1930 ţegar kommúnistar klufu sig úr Alţýđuflokknum. Óđara eftir klofninginn 1930 tóku menn til viđ ađ rćđa sameiningu og hafa ć síđan klofiđ og sameinast eftir ţví hvernig vindar blása.

Sögulega hefđin er ađ ákafast er rćtt um ađ vinstrimenn gangi í eina pólitíska sćng ţegar allir flokkar ţeirra standa tćpt. En nú ber svo viđ ađ arftaki Alţýđuflokksins, Samfylkingin, siglir međ himinskautum í könnunum međ 30 prósent stuđning og fékk mest fylgi allra flokka í síđustu ţingkosningum, tćp 20 prósent.

Nćrtćkast er fyrir vinstrimenn af sauđahúsi sósíalista, pírata og vinstri grćnna ađ ganga fylktu liđi í Samfylkinguna og berjast fyrir hugmyndum sínum á vettvangi flokks međ vćgi í samfélaginu. Hverjar eru líkurnar á ađ ţađ gerist? Engar.

Hvers vegna?

Jú, í vinstripólitík, frá ţví hún mótađist í Evrópu á 19du öld, takast á tveir menningarheimar, hófsamur annars vegar og hins vegar róttćkur. Hófsamir vinstrimenn samţykkja meginreglur borgaralegs ţjóđfélags en vilja breyta og bćta í ţágu láglaunamanna. Róttćkir vilja ganga á milli bols og höfuđs á ráđsettu samfélagi og skapa mennska paradís - sem alltaf endar međ helvíti á jörđ.

Hófsamir og róttćkir vinstrimenn eru sem eldur og vatn.

Viđ síđustu kosningar ţurrkuđust róttćkir vinstrimenn út af alţingi. Vinstri grćnir misstu sitt ţingliđ, Píratar einnig og Sósíalistar fengu engan fulltrúa kjörinn. Sameining vinstrimanna nú, eđa öllu heldur umrćđan um sameiningu, miđar ađ búa til valkost viđ Samfylkinguna, sem verđur höfuđandstćđingur.

Vöxtur og viđgangur Samfylkingar í síđustu kosningum og nýlegum skođanakönnunum er eitur í beinum róttćklinga en ţeir eru án flokka sem mark er tekiđ á. Ţađ gćti vitanlega breyst.

Freistnivandi Samfylkingar er ađ standast 30 prósent fylgi í könnunum og  láta ekki undan löngun ađ innleysa ţađ fylgi međ ţingkosningum fyrir lok kjörtímabils. Eftir ţrjú ár gćtu róttćklingarnir bođiđ valkost sem ţeir hafa ekki núna. Sá ljóđur fylgir ráđi hófsamra vinstrimanna ađ ţeir eru tćkifćrissinnar fram í fingurgómana.

 

 

 

 


mbl.is Spáir nýju félagshyggjuafli: Fólk ađ rćđa saman
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 2. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband