Gella, grýla og lýðveldið

Kristrún forsætis er meira erlendis en heima hjá sér. Hún er í samkeppni við Þorgerði Katrínu utanríkis að hitta flest frægðarmennin og skjalfesta á ljósmynd. Kemur vel út á Instagram. Ísland er lítið og fjarlægt heimsborgurum á dagpeningum í útlöndum.

Kristrún kom heim, drap niður fæti á Austurvelli, og kvaðst í ræðustól ætla að verja lýðveldið Ísland. Dagskrá forsætisráðherra er að flytja fullveldið til Brussel við fyrstu hentugleika. Lýðveldi án fullveldis er bananahýði án ávaxtarins.

Ríkið - það er ég, sagði franskur einvaldskonungur. Kristrún forsætis tók sér stöðu við hlið þess franska í sjálfshólinu, segist síðasta vörn lýðveldisins. Til að vörnin sé trúverðug þarf grýlu. Inga Sæland skaffaði aftökusveitir í húsasundum úr ræðustól þingsins. Hvorki meira né minna. Sjálfshól og paranoja eru kvennaráð. Gella og grýla mættu telja upp á tíu áður en þær opna skoltinn - eða stíga mjaðmadans í fundarsal alþingis.

Stjórnarandstaðan mælir með jafnaðargeðsnámskeiði fyrir ráðherra sem ítrekað þjóna lund sinni með heiftarorðræðu. Engar fréttir eru af skráningu þótt þörfin sé brýn. Ráð væri að halda námskeiðið í útlöndum. Ráðherrar ættu stutt að sækja og dagpeningar smyrja viðveruna.

Heift ráðherra skýrist af vangetu þeirra að hnika skattahækkun, tvöföldun veiðigjalda, í gegnum þingið. Af hálfu skjaldmeyja stjórnarráðsins snýst frumvarpið ekki um skattahækkun. Frumvarpið er til að kanna hversu gengur að þvæla í gegnum alþingi illa unnu máli er varðar þjóðarhag. Tvöföldun veiðigjalda er prófmál á getu stjórnarráðskvenna að troða ofan í kokið á minnihlutanum handónýtum þingmálum. Næstu mál eru bókun 35 og orkupakkar frá ESB. Allt er þetta undirbúningur að flytja fullveldið til Brussel undir gamalkunnum formerkjum Samfylkingar; Ísland er ónýtt.

Stjórnarandstaðan, þjóðhollari en skjaldmeyjar á útlensku egótrippi, tók áskoruninni og hleypir ekki skattabastarði á skítugum skónum um sali þjóðþingsins.

Ég mun verja lýðveldið, segir nýfermdur forsætisráðherra. Óvinur lýðveldisins er sá sem ómerkir þingræðið. 

 

 

 


mbl.is „Við munum verja lýðveldið Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband