Ríkisfé spillir flokkum og fjölmiđlum

Biđröđin inn á ađalfund Vorstjörnunnar, eignarhaldfélags Sósíalistaflokksins, stafar af áskrift flokksins ađ ríkisfé. Árlega fćr Sósíalistaflokkurinn 22 milljónir króna ţótt kjósendur hafi ekki séđ ástćđu til ađ styđja frambjóđendur flokksins til ţingmennsku. Píratar, međ engan ţingmann, fá árlega 17 milljónir króna af ríkisfé, skv. lista ráđuneytis.

Hatrömm innanflokksátök Sósíalistaflokksins snúast um árlegt framlag ríkisins upp á 22 milljónir króna nćstu fjögur árin. Ríkisfé heldur flokknum gangandi ţótt kjósendur segi nei, takk. Andstćđar fylkingar takast á um opinbert fé, ekki hug og hjörtu kjósenda.

Ekki ađeins í pólitík spillir gjafafé fyrir starfsemi sem í orđin kveđnu er haldiđ uppi í ţágu almannaheilla en er í reynd kverúlantaiđja fárra. Ríkisfé heldur fjölmiđlum gangandi sem annars fćru á hausinn. Mannlíf og Heimildin, tvćr útgáfur á sömu kennitölu, fá ekki lesendur en eru áskrifendur ađ ríkisfé, tugum milljóna króna á ári hverju.

Lýđrćđi notađ sem réttlćting fyrir fjáraustur í flokka sem kjósendur vilja ekki og fjölmiđla sem lesendur hafna. 

Lýđrćđi er léleg afsökun fyrir misnotkun á almannafé. Öllum er frjálst ađ stofna stjórnmálasamtök og sama gildir um ađ hrinda úr vör fjölmiđli. Ţegar menn gera eitthvađ fyrir eigin reikning er lögđ í framtakiđ meiri alúđ og einbeitni en ţegar annarra manna fé er í húfi.

Ţađ er enginn skortur á stjórnmálasamtökum í landinu og samfélagsmiđlar gera jađarfjölmiđla óţarfa.  

Samtals fer árlega um einn milljarđur króna til stjórnmálaflokka og fjölmiđla af almannafé. Er ţá ótalin ríkishítin RÚV sem ein og sér fćr sex milljarđa króna. Bruđl međ skattfé almennings í flokka og fjölmiđla skilar ekki betra samfélagi. Ţvert á móti stuđlar ríkisfé ađ óöld og óreiđu - líkt og sést á Sósíalistaflokki Íslands.    

 


mbl.is Slitu fundi ţegar spurt var um fjárstyrki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband