Helgi Seljan og dánarbú lögreglumannsins

Međ viku millibili birtir Helgi Seljan á RÚV tvćr fréttir upp úr sömu heimildinni. Í síđustu viku var njósnamáliđ á dagskrá en í gćr frétt um viđkvćm persónugögn. Báđar fréttirnar vísa í mál sem eru ţrettán ára og eldri og varđa njósnir í ţágu auđmanna annars vegar og hins vegar rannsóknagögn lögreglu úr hrunmálum og eldri sakamálum, m.a. eiturlyfjasmygl.

Í hvorugri fréttinni er sagt frá heimildinni eđa hvernig hún er fengin. Helgi notar ţá ađferđ ađ vera í mynd međ handfylli af pappírum, sem gefur til kynna skjalaheimildir. En hann birtir einnig hreyfimyndir og hljóđupptökur sem vísa í stafrćn gögn. Af fréttunum báđum má álykta ađ heimildin sé tölva. Vinnuskýrslur, sem vitnađ er í, upplýsa ađ gögnin eru komin frá ađila sem er frumheimild, ţ.e. kemur ađ málinu á frumstigum ţess, ţegar ákveđiđ er ađ fara í tiltekin verk, s.s. ađ njósna fyrir auđmenn.

Á RÚV tíđkast ađ taka viđ stafrćnum tćkjum, símum og tölvum, og nota í fréttagerđ, sem undir hćlinn er lagt hvort samrýmist veruleikanum eđa ekki. Stundum er óhefđbundnum ađferđum beitt til ađ nálgast gögnin, t.d. međ byrlun og ţjófnađi. Á Efstaleiti eru lög og siđareglur upp á punt, eins og dćmin sanna. Fyrrum lögreglustjóri, nú útvarpsstjóri, tćklar málin ţegar í óefni er komiđ.

Hvernig Helgi komst yfir heimildina er á huldu. En međ ţessari heimild fékk hann á ný inngöngu á RÚV eftir ađ hafa veriđ látinn fara ţađan í janúar 2022, ţegar byrlunar- og símamáliđ var í lögreglurannsókn. ,,Enginn sá brjálćđiđ fyrir," sagđi fréttamađurinn á flótta fyrir ţrem árum. En nú er hann mćttur á ný á fornar slóđir, međ sérstakri ákvörđun Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra, sem er alveg tilbúinn í nýjan skammt af seljanísku brjálćđi. Stefáni er ţénugt ađ hafa á sínum snćrum fréttarakka sem hćgt er ađ siga á mann og annan.

Í fréttinni gćr, um viđkvćmu persónuupplýsingarnar, er ekkert gefiđ til kynna um uppruna gagnanna. Í vikugamalli njósnafrétt eru aftur vísbendingar. Ţađ sem bindur saman fréttirnar, fyrir utan ađ ţćr byggja á sömu heimildinni, er ađ tveir fyrrum lögreglumenn eru miđlćgir. Í njósnafréttinni eru ţeir kynntir til sögunnar međ ţessu hćtti:

Fyrirtćkiđ sem vann verkiđ fyrir Björgólf Thor hét PPP sf., stofnađ ári fyrr, 2011, af tveimur lögreglumönnum, Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafrćđingi og Guđmundi Hauki Gunnarssyni lögfrćđingi, sem er nú látinn. Báđir höfđu ţeir starfađ sem lögreglumenn í hátt í áratug, viđ embćtti lögreglunnar á höfuđborgarsvćđinu lengst af.

Jón Óttar og Helgi Seljan eru kunnugir. Áriđ 2014 tók Jón Óttar upp samtal viđ Helga ţar sem fréttamađurinn viđurkennir ađ hafa skáldađ og skrumskćlt vinnuskjal í fyrsta Samherjamálinu á RÚV, sem kennt er viđ Seđlabankann. Nokkrum árum síđar, ţegar annađ RÚV-máliđ gegn Samherja stóđ yfir, kennt viđ Namibíu, afhjúpađi Jón Óttar loddarafréttamennsku Helga. Í viđtali í Morgunblađinu er haft eftir Jóni Óttari:

Ţađ sem Helgi gerđi í ţćtti Kast­ljóss 27. mars 2012 er ekki ađeins birt­ing­ar­mynd á óvand­virkni held­ur gerđist hann sek­ur um óheiđarleg vinnu­brögđ, blekk­ing­ar og svik.

Síđar reyndi Helgi ađ launa Jóni Óttari lambiđ gráa međ kćru til lögreglu. Helgi kćrđi Jón Óttar fyrir umsáturseinelti. Hann fékk valinkunnan fréttamann, síđar starfsmann utanríkisţjónustunnar og bókarhöfund, til ađ ábekja kćruna. Gefnar voru upp tímasetningar hvenćr Jón Óttar hékk fyrir utan heimili fréttamannsins í njósna- og spćjaraleik. Lögreglan tók ţegar til viđ ađ rannsaka alvarlegt brot á einkalífi fréttamanns ríkismiđilsins. En lögreglurannsókn var snarlega hćtt ţegar á daginn kom ađ Jón Óttar var ekki á landinu á ţeim tíma hann var sagđur spćja fyrir utan heimili Helga Seljan. Ímyndunarafl Helga er svo fjörugt ađ hann sér ţađ sem ekki er; sannfćringarkrafturinn svo mikill ađ samstarfsfélagar sjá sömu sýnir og knái loddarinn - mann fyrir utan heimili Helga ţegar mađurinn er i reynd úti á rúmsjó.

Af framansögđu er ólíklegt ađ Jón Óttar hafi afhent Helga Seljan gögn til ađ afhjúpa sjálfan sig. Ţá er eftir félagi Jóns Óttars í PPP, Guđmundur Haukur Gunnarsson. Hann lést fyrir bráđum fimm árum og skildi eftir sig dánarbú.

Hápunktur fréttarinnar í gćr, um viđkvćmu persónuupplýsingarnar, er ţegar Helgi, alvarlegur í bragđi međ opna tölvu í bakgrunni í skuggalegu herbergi, talar beint inn í myndavélina og segir gögnin ,,geta valdiđ öđrum skađa." Í ljósi ţess ađ um sterkefnađ fólk er ađ rćđa ţarf Helgi Seljan ekki ađ hafa áhyggjur af lífeyrismálum sínum.

 


mbl.is „Gengur gegn öllum prinsippum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 8. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband