Kvenblaðamönnum ógnað en sætir ekki tíðindum

Alþjóðasamtökin Blaðamenn án landamæra gáfu nýverið út skýrslu um stöðu blaðamanna í ólíkum þjóðríkjum. Um öryggi íslenskra blaðamanna segir:

Þótt blaðamann séu tiltölulega óhultir fyrir líkamlegu ofbeldi verða kvenkyns blaðamenn stundum fyrir hótunum með símtölum eða athugasemdum á félagsmiðlum. Vandamálið er vaxandi á síðari árum.

RÚV gerði í síðustu viku tvær fréttir um skýrsluna. Hvorki í almennu fréttinni né í sértækri umfjöllun um stöðu íslenskra blaðamanna er þess getið að kvenblaðamenn hér á landi sæta hótunum.

RÚV virðist ekki umhugað um kvenkynið í stétt blaðamanna. Í fyrra, þegar Blaðamenn án landamæra birtu ársskýrsluna fyrir 2024, voru hafðar í frammi sömu athugasemdir um það vaxandi vandamál að blaðakonur séu atyrtar. Gagnrýnina í fyrra mátti lesa sem aðfinnslu í garð RÚV fyrir meðferðina á fréttakonu sem þótti ekki makka rétt.

Valkvæðar fréttir RÚV um samanburðarskýrsluna, í ár og í fyrra, staðfesta enn og aftur að ríkisfjölmiðillinn beitir skipulega dagskrárvaldinu til að fegra ásjónu Efstaleitis. Viðhorfið er að atburður gerist ekki án RÚV-fréttar. Ef engin frétt þá enginn atburður.

 

 


Bloggfærslur 6. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband