Þorgerður Katrín veikir varnir Íslands

Utanríkisráðherra Þorgerður Katrín smeygir vörnum Íslands og öryggishagsmunum undir pilsfald Evrópusambandsins. Hún rekur fleyg í varnarsamstarfið við Bandaríkin með aðlögun Íslands að varnar- og öryggismálum ESB.

Í viðtengdri frétt segist utanríkisráðherra vilja aðlagast Evrópusambandinu ,,vegna breyttra aðstæðna í heiminum." Meginbreytingar á aðstæðum í heimspólitíkinni eru tvennar. Í fyrsta lagi eru Rússar jafnt og þétt að sigra Úkraínustríðið. Í öðru lagi er yfirlýst stefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna að láta Evrópumenn sjá um eigin varnir. Báðar breytingarnar stórlega veikja Evrópusambandið í bráð og lengd.

Rússneskur sigur í Úkraínu fæli í sér að ESB-Evrópa yrði í afar veikri stöðu hernaðarlega gagnvart Rússlandi samtímis sem Bandaríkin þvo hendur sínar af varnarmálum Evrópu. Aðlögun Íslands að öryggis- og varnarhagsmunum ESB-Evrópu undir núverandi kringumstæðum stórlega veikir varnir Íslands. ESB-Evrópa er ekki í neinum færum að sinna Íslandi á Norður-Atlantshafi með óvígan rússneskan her á austurlandamærum sínum og litlar sem engar bandarískar varnir.

Bandarískt stjórnvöld vinna skipulaga að því markmiði að gera Grænland hluta af bandarísku öryggissvæði í vestri. Með háttsemi sinni eykur Þorgarður Katrín utanríkisráðherra líkur á að hér innanlands verði ófriður milli tveggja fylkinga, þeirra sem kjósa bandaríska hervernd annars vegar og hins vegar þeirra sem vilja leita á náðir ESB-Evrópu í öryggis- og varnarmálum.

Smáþjóð sem verður bitbein stórveldahagsmuna er komin á vonarvöl. Þorgerður Katrín er stórhættuleg varnar- og öryggishagsmunum íslensku þjóðarinnar. 

 


mbl.is Þvertekur fyrir upptöku utanríkisstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband