Hamas í stað hamfarahlýnunar

Hamfarahlýnun er ekki lengur í tísku hjá góða fólkinu. Ekki voru mótmæli gegn heimshlýnun er árleg söngvakeppni Evrópu var haldin. Ekki koma stjórnmálamenn sér saman um að lýsa yfir neyðarástandi vegna heimshlýnunar. Nei, núna eru hryðjuverkasamtökin Hamas mál málanna hjá góða fólkinu.

Ísraelar fremja þjóðarmorð í Gasa er viðkvæðið. Þegar Ísrael lét Gasa í hendur araba, árið 2005, voru íbúarnir ein milljón. Tuttugu árum síðar eru þeir tvær milljónir. Fá ef nokkur dæmi eru um jafn öra fólksfjölgun, tvöföldun á 20 árum. Góða fólkið kallar það þjóðarmorð. Stefnið er gamalkunnugt, hvít er gert svart.

Yfirstandandi stríð Ísrael við Hamas, sem fer með yfirráðin á Gasa, hófst með fjöldamorðum Hamas í Ísrael þann 7. október fyrir tveim árum. Bresk þingnefnd fór í saumana á atburðinum og skilaði ítarlegri skýrslu. Stutta útgáfan er að Hamas eru blóðþyrstir villimenn. Ísrael einsetti sér að uppræta samtökin.

Góða fólkið fagnar og fegrar villimennsku eftir að það fékk ekki framgang fyrir loftslagshamfarir af mannavöldum. Gréta Thunbeg, sem í fyrradag boðaði heimsendi vegna hamfarahlýnunar, segir núna að heimur án Hamas sé óbærilegur. Vinstrimenn hér á landi taka undir með ríkisstjórnina í broddi fylkingar. Heimsendaóttinn var rekinn áfram af heimsku sem ýmist er eðlislæg eða valkvæð. Hamasaðdáunin er af sama stofni.

Lítið dæmi um valkvæða heimsku góða fólksins. Dagbjört Hákonardóttir þingmaður Samfylkingar skrifar í miðopnu Morgunblaðsins í gær að hún sé gyðingavinur eftir að hafa séð Schindlers list ellefu ára. En segir síðan

Það er einmitt þess vegna sem mér finnst hafið yfir allan vafa að fordæma framgöngu Ísraela sem hernámsaðila í Palestínu, sem nú tala fyrir þjóðflutningum og nota hungursneyð sem og óhjákvæmilega útbreiðslu smitsjúkdóma sem vopn í hernaðarátökum, samhliða stóraukningu á landhernaði á síðustu dögum. 

Dagbjört nefnir ekki fjöldamorðin 7. október 2003. Þau gerðust ekki í hennar huga. Dagbjört þykist syrgja helförina 80 árum en hún strokar út fjöldamorðin fyrir tveim árum. Þingmaðurinn veit betur en kýs valkvæða heimsku.

Dagbjört bullar um hernám Ísraela í Palestínu. Ísrael lét Gasa í hendur araba fyrir 20 árum. Engu hernámi Ísrael er til að dreifa á Gasa. Fyrir fjöldamorðin réð Hamas lögum og lofum í Gasa, þar var ekkert ísraelskt yfirvald. Sjálft nafnið Palestína, er ekki arabískt að uppruna, heldur heiti sem Rómverjar gáfu landi gyðinga, Júdeu. Nafnið notaði rómverska heimsveldið til að afmá tilkall gyðinga til heimalandsins. Filistear, sem Palestína er nefnd eftir, sátu yfir hlut gyðinga á dögum Simsonar og Delíu. Samkvæmt arfsögninni tortímdi blindaður Simson yfirstétt Filistea einmitt í Gasa. Filistear eru týnd þjóð, voru ekki arabar. Þeir komu seinna til sögunnar og heimta nú í sinn hlut alla Júdeu.

Deilur Ísraela og araba snúast ekki um land. Ef svo væri hefði fyrir löngu verði búið að skipta landinu. Deilan snýst um að meginþorri araba hafnar tilvist Ísraelsríkis. Góða fólkið í vestrinu tekur undir með Hamas og vill tortíma Ísrael. Það er þjóðarmorðið sem að er stefnt. 


mbl.is Skorar á Netanjahú að opna aftur á mannúðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband