Helgi ţagđi um samning saksóknara viđ PPP

Helgi Seljan fréttamađur RÚV lét ógetiđ samningsins milli sérstaks saksóknara og PPP ţegar hann ,,afhjúpađi" gagnalekamáliđ. Samningurinn útskýrir hvers vegna gögnin voru í fórum PPP, fyrirtćki tveggja fyrrum starfsmanna sérstaks saksóknara. Ţögn Helga um samninginn sýnir ađ fréttamađurinn lagđi sig fram um ađ gera hlut PPP og sérstaks saksóknara sem verstan. Stolin gögn er ekki sami hluturinn og gögn sem afhent eru samkvćmt samningi.

PPP var fyrirtćki ţeirra Guđmundar Hauks Gunnarssonar og Jóns Óttars Ólafssonar, en ţeir störfuđu hjá embćtti sérstaks saksóknara, sem nú heitir embćtti hérađssaksóknara. Í viđtengdri frétt stađfestir hérađssaksóknari, Ólafur Ţór Hauksson, ađ embćttiđ hafi á sínum tíma, fyrir meira en áratug, gert samning viđ PPP um ađ ljúka rannsókn á málum sem tvímenningarnir höfđu unniđ ađ sem opinberir starfsmenn.

Gögnin sem Helgi Seljan sýndi í RÚV-fréttum voru m.a. glćrur frá PPP. Ţau gögn komu hvorki frá Guđmundi Hauki né Jóni Óttari, eigendum PPP, og eru ţví stolin. Einhver stal fyrir Helga Seljan og RÚV. Ekki í fyrsta sinn sem RÚV höndlar međ ţýfi.

Međ ţví ađ Helgi, í RÚV-fréttinni, sagđi ekki frá tilvist samnings saksóknara viđ PPP ţjófkenndi hann lögreglumennina tvo, eigendur PPP. Embćtti sérstaks saksóknara, nú hérađssaksóknara, kom illa út úr umfjölluninni og var sýnt sem reiđuleysisstofnun ţar sem trúnađargögn fara án eftirlits út úr húsi.

Gagnalekamáliđ er tvíţćtt. Í fyrsta lagi ţarf ađ upplýsa gagnalekann, hver tók ófrjálsri hendi gögn og lét í hendur Helga og RÚV og hvers eđlis samningurinn viđ PPP var. Persónugögn, vistuđ í einni opinberri stofnun verđa fréttahneyksli í annarri stofnun, RÚV. Ţetta ţarf ađ upplýsa, samhliđa hvort samningur saksóknara viđ einkafyrirtćki standist kröfur um vandađa stjórnsýslu. Bođađ er ađ ţingnefnd taki máliđ fyrir.

Í öđru lagi er gagnalekamáliđ rammpólitískt enda á forrćđi ćđstu yfirvalda. Ein opinber stofnun, RÚV, er starfar á ábyrgđ Loga Einarssonar fjölmiđlaráđherra, tekur viđ ţýfi og herjar á tvćr ađrar stofnanir, embćtti hérađssaksóknara og ríkissaksóknara, međ alvarlegum ásökunum um gagnaleka, óvandađa stjórnsýslu og yfirhylmingu. Ríkissaksóknari komst í skotlínu Helga og RÚV fyrir ađ ganga ekki nógu hart fram gegn PPP fyrir rúmum áratug. Yfirmađur beggja embćtta, hérađs- og ríkissaksóknara, er Ţorbjörg Sigríđur Gunnlaugsdóttir dómsmálaráđherra. 

Ráđherrar sem etja stofnunum sínum í leđjuslag međ brigslyrđum og hamagangi í opinberri umrćđu starfa ekki í ţágu almannaheilla. Ríkisstofnunum hentar illa ađ leika trúđa í fjölmiđlasirkus. Ráđherrar eiga ađ gćta almannahagsmuna, ekki leyfa ađ ríkisstofnanir séu notađar í hráskinnaleik hégómlegra manna sem vilja endurheimta glatađ orđspor međ öllum tiltćkum ráđum.

Nú ţegar skammast RÚV sín fyrir atlöguna í síđustu viku. Um helgina voru engar framhaldsfréttir um máliđ. RÚV ćtlađi sér í fréttaherferđ í gagnalekamálinu til ađ vinna tilbaka glatađ traust og tiltrú vegna tveggja hörmungarmála, byrlunar- og símamálsins annars vegar og hins vegar ađfararinnar ađ Ásthildi Lóu fráfarandi barnamálaráđherra. Í stađ ţess ađ verđa rós í hnappagat Helga Seljan og Stefáns útvarpsstjóra er gagnalekamáliđ orđiđ ađ myllusteini um háls ţeirra.

Frammistađa Helga-Stefáns stađfestir enn og aftur ađ RÚV er meinsemd í íslensku samfélagi. Ríkisfjölmiđillinn fćr yfir sex milljarđa króna árlega af skattfé og notar peningana til ađ skapa óreiđu og úlfúđ í samfélaginu ţar sem fléttast saman pólitík og persónuleg óvild. Starfsađferđir RÚV eru handan laga og siđferđis. 

 

 


mbl.is Saksóknari samdi viđ PPP
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 12. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband