Ríkið notar RÚV til að drepa aðra fjölmiðla

Ríkisstjórn Kristrúnar hleður undir RÚV en skerðir framlög til fjölmiðla sem eru í færum að veita RÚV samkeppni í fréttum og dagskrárefni, þ.e. Sýn og Morgunblaðið. Framtíðarsýn Loga Einarssonar fjölmiðlaráðherra er að RÚV drottni á fjölmiðlamarkaði á landsvísu. Lággróður við stall ríkisrisans verði héraðsfréttamiðlar:

Logi Ein­ars­son hyggst auka við styrki minni fjöl­miðla úti á landi, á kostnað tveggja stærstu einka­reknu miðlana, til þess að styrkja sjálfs­mynd fólks á lands­byggðinni.

Lokun á framleiðsludeild Sýnar er rökrétt afleiðing af boðuðum aðgerðum ríkisvaldsins. Stjórnlyndi og valdboðshyggja einkennir stefnu ríkisstjórnarinnar. Nýleg skipun stjórnarflokkanna í stjórn RÚV staðfestir markaða stefnu. Ríkisfjölmiðillinn skal verða valkyrjumálgagn.

Ríkis-Útvarp-Vinstrimanna er feigðinni merkt. Áður en ríkisstjórnin ákvað að gera ríkisfjölmiðilinn að málgagni sínu var trúverðugleiki RÚV á fallandi fæti. Í byrlunar- og símamálinu er Efstaleiti uppvíst að siðleysi og lögbrotum. Þýlyndi gagnvart valkyrjustjórninni mun ekki auka tiltrú almennings, aðeins hraða hnignunarferlinu.

Tilburðir ríkisstjórnar Kristrúnar að berja fjölmiðla til hlýðni sýnir ekki styrk, þvert á móti. Ríkisstjórnin stendur höllum fæti i frjálsri umræðu; svarið er að gera fjölmiðla, aðra en RÚV, vanmáttuga. Ríkisstjórn sem rúv-væðir fjölmiðlun er komin hálfa leið ofan í neðanjarðarbyrgið. 


mbl.is Uppsagnir á Stöð 2: Framleiðsludeild lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband