Helgi Seljan og Rakel funduđu međ byrlara Páls skipstjóra

Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlađ heima hjá sér á Akureyri kvöldiđ 3. maí 2021. Um nóttina var honum ekki hugađ líf, var settur á dauđavagninn svokallađa, en fékk endurnýjun lífdaga međ raflosti. Daginn eftir var flogiđ međ skipstjórann í sjúkravél og hann lagđur inn á Landspítala í Fossvogi og lá ţar međvitundarlaus í öndunarvél 4. til 6. maí.

Ţáverandi eiginkona skipstjórans játar byrlunina. Hún glímir viđ alvarleg andleg veikindi. Eiginkonan hefur einnig játađ ađ afhenda Ţóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks á RÚV síma skipstjórans, af Samsung-gerđ. Afhendingin fór fram 4. maí og skyldi eiginkonan koma daginn eftir á RÚV og fá síma skipstjórans tilbaka. Á RÚV var sími skipstjórans afritađur á Samsung-síma í eigu RÚV međ númeriđ 680 2140.

Nýjar upplýsingar í byrlunar- og símamálinu birtust í gćr. Í viđtali í Brotkasti sagđi Páll skipstjóri frá fundi í húsakynnum RÚV á Efstaleiti ţann 5. maí ţegar hún sótti síma eiginmannsins. Ţann fund sátu Ţóra Arnórsdóttir, Arnar Ţórisson pródúsent, Helgi Seljan fréttamađur og Rakel Ţorbergsdóttir fréttastjóri. Allt starfsmenn RÚV.

Fundurinn 5. maí stađfestir skipulag og ásetning. RÚV er međ í höndunum klónađan síma skipstjórans. Ákveđiđ er ađ frumeintakinu skuli skilađ á sjúkrabeđ skipstjórans til ađ hann yrđi grunlaus um ţjófnađ og afritun. Var ákvörđunin tekin á fundi byrlara međ fjórum starfsmönnum RÚV ţann 5. maí? Ef síma skipstjórans hefđi veriđ fargađ gat hann dregiđ ţá ályktun ađ um ţjófnađ vćri ađ rćđa. Planiđ var ađ skipstjórinn vćri grunlaus um ađ sími hans hefđi veriđ afritađur.

Fljótlega eftir ađ Páll skipstjóri komst til međvitundar ţóttist hann sjá ađ eitthvađ athugavert vćri viđ símtćkiđ. Smáforrit, öpp, sem höfđu veriđ á skjáborđi síman voru horfin.  

Skipstjórinn er prýđilega tćknilćs en var, eđlilega, ekki međ sjálfum sér fyrst eftir byrlun og međvitundarleysi. Ţegar heim kom náđi hann áttum og sá hverskyns var. Ekkert hafđi komiđ fram í fjölmiđlum ţar sem vísađ var í gögn úr símanum. Ţađ var síminn sjálfur sem var grunsamlegur. Einnig hitt ađ reglulega var reynt ađ komast inn á samfélagsmiđla og jafnvel bankareikninga skipstjórans úr öđrum síma en hans eigin. Ţann 14. maí kćrđi skipstjórinn til lögreglu ađ átt hafđi veriđ viđ símann á međan hann var međvitundarlaus. Páll skipstjóri taldi ađ vćri grunur sinn á rökum reistur myndi hann fá símtal eđa heyra af efnisatriđum úr símanum sem hlytu ađ komast í umferđ. Einhver tilgangur hlaut ađ vera ađ baki ađ átt hafđi veriđ viđ símann.

Skipstjórinn fćr ekki eitt símtal heldur tvö ţann 20. maí 2021 međ 11 mínútna millibili. Hér gat ekki veriđ um tilviljun ađ rćđa, samráđ var um símtölin. Hvorugt símtalanna var frá RÚV. Klukkan 14:56 hringir Ţórđur Snćr Júlíusson ritstjóri Kjarnans. Rúmlega tíu mínútum síđar, 15:07, hringir Ađalsteinn Kjartansson blađamađur á Stundinni.

Ţórđur Snćr og Ađalsteinn áttu sama erindiđ viđ Pál skipstjóra. Báđir sögđust hafa gögn undir höndum sem ţeir ćtluđu ađ nota til ađ skrifa fréttir í sínar útgáfur, Kjarnann og Stundina. Hvorki Ţórđur Snćr né Ađalsteinn hringdu í ađra en Pál skipstjóra til ađ fá viđbrögđ viđ gögnunum. Símtölin til skipstjórans stađfestu ađ gögnin, sem voru til umrćđu, komu úr afrituđum síma skipstjórans. Bćđi samtölin voru stutt, skipstjórinn vildi ekkert tjá sig. Daginn eftir birtist sama fréttin í tveim útgáfum um skćruliđadeild Samherja.

Hvernig gátu Ţórđur Snćr annars vegar og hins vegar Ađalsteinn komist yfir sömu fréttina? Jú, vitanlega, međ ţví ađ fréttin var búin til á RÚV og send ţađan til birtingar í Stundinni og Kjarnanum. RÚV frumbirti enga skćruliđafrétt. Aftur kom RÚV í humátt á eftir fréttaflutningi Kjarnans og Stundarinnar, rak hljóđnemann upp í stjórnmálamenn og áhrifavalda og spurđi: er ţetta ekki vođalegt međ skćruliđadeild Samherja? Reiđibylgja reis í samfélaginu voriđ 2021 - eins og ćtlast var til.

Norđlenska útgerđin rekur heila skćruliđadeild til ađ ófrćgja blađamenn og fjölmiđla var viđkvćđiđ. Vitanlega var engin skćruliđadeild, hún er tilbúningur blađamanna. Gögnin í síma skipstjórans sýndu vinnufélaga tala sín á milli um hve ósvífnir fjölmiđlar voru í umfjöllun um Samherja. Eini ,,glćpur" skipstjórans var ađ hann fékk ađstođ viđ greinarskrif til ađ verja vinnuveitanda sinn árásum fjölmiđla. 

Eftir skćruliđafréttir Stundarinnar og Kjarnans ríkti Ţórđargleđi á Efstaleiti. Sex dögum eftir fyrstu fréttir Stundarinnar og Kjarnans birtist á RÚV fréttaskýring undir fyrirsögninni Skćruliđadeild Samherja er ekki ţáttur á Netflix. Lokorđin eru eftirfarandi:

Samherji hefur ekki tjáđ sig um starfsemi skćruliđadeildarinnar en Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra er búin ađ ţví og segir ađ fyrirtćkiđ sé komiđ langt út fyrir mörk sem talin eru eđlileg í samfélaginu.
Hvađa afleiđingar ţađ hefur ađ fara yfir ţessi mörk er enn á huldu.

Enginn hefur spurt Katrínu Jakobs fyrrverandi forsćtisráđherra hvort henni finnist ađild fréttamanna og fjölmiđla ađ byrlun og ţjófnađi eđlileg. Ţegar fréttamenn RÚV ţýfguđu Katrínu voriđ 2021 um skćruliđadeildina gátu ţeir ţess ekki ađ norđlenskur skipstjóri galt nćrri međ lífi sínu fréttaöflun RSK-miđla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans.

Á Glćpaleiti starfar á ný Helgi Seljan og helsti ađstođarmađur Kristrúnar forsćtisráđherra er Ţórđur Snćr Júlíusson. Ţetta er Ísland í dag.

 

 

 


Bloggfćrslur 9. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband