Sunnudagur, 27. apríl 2025
Blađamenn ţegja í skömm
Hjálmar Jónsson fyrrum framkvćmdastjóri Blađamannafélags Íslands, BÍ, skrifar grein á Vísi um stöđu mála hjá félaginu:
Tugmilljóna lögfrćđikostnađur félagsins á síđasta ári er auđvitađ algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfrćđikostnađi félagsins á árum áđur. Hver tekur lögfrćđing, sem tekur 35 ţúsund krónur á tímann, međ sér á samningafundi?! Ég ţekki ţess engin önnur dćmi.
Óráđsían er algjör. Og til ţess ađ standa undir henni hafa réttindi félagsmanna veriđ skert stórlega og iđgjöld hćkkuđ.
Hjálmar ţjónustađi BÍ um árabil, fyrst sem formađur en síđar framkvćmdastjóri. Sigríđur Dögg formađur rak Hjálmar eftir ađ hún varđ uppvís ađ skattsvikum og varđ ađ hćtta sem fréttamađur á RÚV. Tilfallandi rakti ţá sögu.
Enginn blađamađur tekur Vísis-grein Hjálmars til athugunar, hvorki í frétt né skođanagrein. Blađamenn vita ađ fyrrum formađur ţeirra og framkvćmdastjóri fer međ rétt mál.
Undir forystu Sigríđar Daggar er stéttafélag blađamanna ekki svipur hjá sjón, bćđi fjárhagslega og faglega.
Fyrir ári efndi Sigríđur Dögg til auglýsingaherferđar í ţágu blađamennsku. Eitt orđ, heiđarleiki, var aldrei notađ í herferđinni. Skattsvik eru ekki heiđarleg. Ekki heldur er heiđarlegt ađ verja siđlausa blađamenn, sem eiga ađkomu ađ byrlun og gagnastuldi.
Í málsvörn fyrir siđlausu blađamennina í byrlunar- og símamálinu laug Sigríđur Dögg ásökunum upp á lögregluna, eins rekiđ er í tilfallandi bloggi.
Blađmenn ţegja í skömm ţegar málefni formanns Blađamannafélags Íslands ber á góma.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)