Ţriđjudagur, 22. apríl 2025
Trump-tollar snilldarbragđ eđa brjálćđi
Dálkahöfundur Telegraph, hlynntur frjálsri verslun, segir Trump-tolla snilldarbragđ sem líklega heppnist. Liam Halligan, dálkahöfundur Telegraph, segist fyllast hryllingi yfir mögulegu tollastríđi. En Halligan telur meiri línur en minni ađ tollastríđiđ sem Bandaríkjaforseti efndi til verđi afstýrt og Trump fái sigur. Lykilsetning i grein Halligan er eftirfarandi:
Grunnsannindi eru ađ um árabil hafa mörg stór hagkerfi, ekki síst Kína og ESB, lagt tolla á vörur frá Bandaríkjunum sem eru hćrri, stundum mun hćrri, en tollar sem Bandaríkin leggja á vörur frá ţessum hagkerfum.
Í hávađanum af Trump-tollum vilja ţessi grunnsannindi gleymast, ađ tollar á bandarískar vörur eru iđulega hćrri, stundum margfalt hćrri, en ţeir tollar sem Bandaríkin leggja á innflutning frá öđrum ríkjum.
Ef tollar valda skađa, eins og hagfrćđin kennir, hljóta allir tollar ađ vera til óţurftar, ekki ađeins Trump-tollar.
Yfirlýst markmiđ Trump er ađ jafna leikinn, ađ tollar verđi sambćrilegir á milli Bandaríkjanna og viđskiptaţjóđa. Hljómar ekki ýkja byltingarkennt.
Halligan segir viđrćđur bandarískra stjórnvalda viđ ríki eins og Japan, Indland og Suđur-Kóreu ganga út á ađ einangra Kína og líklegt sé ađ ţćr viđrćđur skili árangri. Dálkahöfundurinn ţykist viss í sinni sök ađ fyrstu tollasamningar Trumpstjórnarinnar verđi viđ Bretland. Ţađ gćti gerst innan nćstu tveggja til ţriggja vikna. Vitnađ er í orđ varaforseta Bandaríkjanna, J. D. Vance og heimilda í Hvíta húsinu fyrir vćntum tollasamningum Bretlands og Bandaríkjanna.
Dálkahöfundur Telegraph er í minnihluta hagspekinga er gefa álit á Trump-tollum. Fćstir líta á tollastríđiđ sem snjallt bragđ til ađ jafna vöruskiptajöfnuđ Bandaríkjanna og endurrćsa innlenda framleiđslu. Allur ţorri óttast ađ varanlegar hörmungar, efnahagslegar og pólitískar, hljótist af tiltekt Trump í tollamálum. Í haust, síđasta lagi nćsta vetur, ćtti lýđnum ađ vera ljóst hvort Trump-tollar séu til marks um snilling eđa brjálćđing.
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)