Miđvikudagur, 2. apríl 2025
Var ađförin ađ Ásthildi Lóu skipulögđ?
Sigríđur Á. Andersen ţingmađur Miđflokksins ţýfgađi Kristrúnu forsćtis afsögn Ásthildar Lóu barnamálaráđherra. Fátt var um svör. Vörn Kristrúnar er ađ Ásthildur Lóa hafi sagt af sér ótilneydd. Ađ auki segist forsćtisráđherra móđgađur ađ Sigríđur skyldi voga sér ađ spyrja.
Margt er á huldu um ađdraganda afsagnar barnamálaráđherra. Meint tilefni afsagnarinnar, 35 ára gamalt ástarmál, virđist samtímis reka á fjörur forsćtisráđuneytisins og fréttastofu RÚV. Kristrún og starfsliđ hennar í ráđuneytinu láku til Ásthildar Lóu nafni uppljóstrarans, Ólafar Björnsdóttur. Óljóst er hvenćr og hvađan RÚV fékk upplýsingarnar um ástarmáliđ. Hitt liggur fyrir ađ sótt var ađ Ásthildi Lóu međ tangarsókn forsćtisráđuneytis og RÚV.
Kristrún var međvituđ ađ lekinn úr ráđuneytinu var stórhćttulegur. Skrifstofa hennar sendi út ,,leiđréttingu" á fréttum af lekanum ţann 20. mars, sama dag og afsögnin var tilkynnt. Ţar er látiđ líta svo út ađ afar takmörkuđ samskipti hafi átt sér stađ. Ein setning í yfirlýsingu forsćtisráđuneytisins getur ekki veriđ annađ en ósönn: ,,Önnur samskipti áttu sér ekki stađ um máliđ." Ekki er nokkur einasti vafi er á verulegum samskiptum ráđgjafa Kristrúnar viđ RÚV um leiđ og spurđist ađ ríkisfjölmiđillinn vćri međ puttana í málinu. Ţađ var nokkrum dögum fyrir afsögn barnamálaráđherra.
Í heila viku, 13. mars til 20. mars, vissi forsćtisráđuneytiđ um málavöxtu. Símar ráđgjafa Kristrúnar hafa veriđ rauđglóandi til ađ skipuleggja framvindu málsins međ ţađ í huga ađ verja pólitíska stöđu forsćtisráđherra.
Náinn samgangur er á milli starfsfólks Kristrúnar og fréttastofu RÚV. Ţórđur Snćr Júlíusson framkvćmdastjóri ţingflokks Samfylkingar og Helgi Seljan, sem aftur er kominn á RÚV, eru trúnađarvinir. Trúnađurinn er hertur í eldri siđleysisfrétta, Namibíumálinu og byrlunar- og símamálinu.
Ásthildur Lóa vissi, áđur en hún sagđi af sér, ađ RÚV vćri međ fréttina í bígerđ. Líklega vissi hún ekki ađ erlendir fjölmiđlar höfđu fengiđ ábendingar um hvađ vćri í uppsiglingu. RÚV var í mun ađ ganga ţannig frá mannorđi Ásthildar Lóu ađ hún ćtti ekki uppreist ćru. RÚV-lygin um ađ barnsfađir ráđherra hafi veriđ ósjálfráđa, 15 ára, var ekki tilviljun. Hverjir eru líklegir til ađ undirstinga erlenda fjölmiđla um ađ í ađsigi sé hneyksli á ćđstu stöđum á Íslandi?
Ţađ má gefa sér, ţrátt fyrir andmćli Kristrúnar, ađ Ásthildur Lóa hafi veriđ knúin til afsagnar. Kristrún, Ţorgerđur Katrín og Inga Sćland funduđu međ Ásthildi Lóu í rúmlega ţrjár klukkustundir frá klukkan tvö ţann 20. mars. Niđurstađan var ađ barnamálaráđherra myndi segja af sér ráđherradómi. Á međan fundur oddvita ríkisstjórnarinnar stóđ unnu ađstođarmenn ţeirra baki brotnu ađ hanna fréttafrásögn sem ylli ríkisstjórninni sem minnstum skađa. Hönnunin fór ekki fram í tómarúmi inn í stjórnarráđinu. Samskipti voru á milli ađstođarmanna oddvitanna og fjölmiđla.
Hvers vegna varđ Ásthildur Lóa ađ segja af sér?
Eitt svar er ađ Kristrún hafi taliđ ađ mistökin á hennar skrifstofu, ađ gefa Ásthildi Lóu upp nafn uppljóstrarans, gćti orđi forsćtisráđherra dýrkeypt og sett stjórnarsamstarfiđ í uppnám. Sem stendur er ţetta líklegasta ástćđan, Ásthildi Lóu var fórnađ fyrir Kristrúnu.
En ţađ gćtu veriđ ađrar ástćđur, sem ekki eru komnar fram.
Ásthildur Lóa er enn heit kartafla í stjórnarráđinu. Ef fyrrum barnamálaráđherra stígur fram og stađfestir ađ hún hafi veriđ beitt ţrýstingi og knúin til afsagnar er Kristrún forsćtis uppvís ađ ósannindum á alţingi. Ţađ er alvarlegt mál.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)