Navalni, Eldur Smári og fréttamat Mbl., Vísis og RÚV

Stóru fjölmiđlarnir hér á Íslandi fjalla um fangelsun rússneskra blađamanna sem skrifuđu um látinn andstćđing Rússlandsforseta, Alexei Navalni. Mogginn í viđtengdri frétt, einnig Vísir og RÚV gera frétt um stöđu tjáningarfrelsis í Rússlandi. Í gćr var á Íslandi efnt til lögregluađgerđar gegn tjáningarfrelsi sem enginn stóru fjölmiđlanna hér á landi greindu frá.

Tveir lögreglumenn mćttu í gćr á lögheimili Elds Smára Kristinssonar, formanns Samtakanna 22, á Breiđdalsvík. Ástćđan er kćra Samtakanna 78 til lögreglu um ađ Eldur Smári hafi talađ óvarlega um hinseginfrćđin, m.a. gagnrýnt ađ karlar hefđu ungabörn á brjósti. Ćttingi Elds Smára var til svara í Breiđdalsvík og tjáđi hann lögreglumönnunum tveim ađ formađur Samtakanna 22 vćri erlendis. Lögreglumennirnir sögđu ćttingjanum ađ Eldur Smári ćtti yfir höfđi sér handtökutilskipun ef hann gćfi sig ekki fram.

Fréttin er eini fjölmiđillinn sem segir frá lögregluađgerđinni í gćr á Breiđdalsvík ţar sem heimilisfriđi var raskađ til ađ hafa hendur í hári manns sem hafđi tjáđ sig međ gagnrýnum hćtti um transbođskapinn ađ karlar gćtu veriđ konur og gefiđ ungabörnum brjóst. Eldur Smári er samkynhneigđur mađur, hommi, sem telur ađ Samtökin 78, upphaflega stofnuđ af samkynhneigđum, séu gengin fyrir björg í transáróđri. Fyrir ţađ er hann kćrđur og fćr í ofanálag heimsókn lögreglu sem hefur í hótunum.

Í umfjöllun Fréttarinnar kemur fram ađ lögmađur Elds Smára hafi síđustu vikur og mánuđi veriđ í reglulegum samskiptum viđ lögregluna. Ekki er ađ sjá af ţeirri umfjöllun ađ Eldur Smári hafi nokkru sinni neitađ ađ mćta í skýrslutöku hjá lögreglu.

Lögregluheimsóknin í Breiđdalsvík vekur upp margar spurningar um stöđu tjáningarfrelsisins á Ísland. Stóru fjölmiđlarnir íslensku ţegja, eru uppteknari af málfrelsinu í Rússlandi en í túnfćtinum heima. Eru Samtökin 78 skuggastjórnandi íslenskra fjölmiđla?


mbl.is Sex ára fangelsi vegna umfjöllunar um Navalní
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 16. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband