RÚV er samfélagsmein

Fjölmiđlar á Íslandi hanga á horriminni, allir nema RÚV. Árlega eru sex milljarđar af almannafé settir í hítina á Efstaleiti. Í ofanálag ryksugar RÚV auglýsingamarkađinn. Hlutdeild ríkisfjölmiđilsins á fjölmiđlamarkađi er ţrefalt meiri á Íslandi en tíđkast á hinum Norđurlöndunum.

Á međan sjálfstćđir fjölmiđlar lepja dauđann úr skel vex markađsdrottnun RÚV. Á öđrum Norđurlöndum eru ríkisfjölmiđlar ekki á auglýsingamarkađi. Hér á Íslandi er RÚV ráđandi.

Yfirburđastađa í fjölmiđlun rćktar međ RÚV hroka og yfirgang. Stjórnendur RÚV telja sig ekki ţurfa fylgja landslögum og almennu siđferđi. Morgunblađiđ hefur í nokkrum fréttum og fréttaskýringum fjallađ um byrlunar- og símamáliđ. 

Voriđ 2021 tóku fréttamenn RÚV viđ stolnum síma, sem fenginn var međ byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar. Ţáverandi eiginkona skipstjórans byrlađi og stal. Útvarpsstjóri og fréttastjóri RÚV viđurkenndu í febrúar 2022 ađ símanum var veitt viđtöku á RÚV. En RÚV birti enga frétt međ vísun í gögn úr síma skipstjórans. Frétti var skrifuđ á RÚV og myndefni tekiđ, skjáskot af síma skipstjórans. Fréttin var međ leynd flutt í tveim útgáfum til birtingar í Stundinni og Kjarnanum.

Yfirlýsing lögreglu tekur af öll tvímćli ađ miđstöđ ađgerđa RSK-miđla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans var í Efstaleiti:

Sakborningurinn [eiginkonan] hefur einnig veriđ stöđugur í framburđi um ađ hafa upplýst ţá sem tóku viđ símanum hvernig síminn vćri til kominn og hver ćtti símann. Í júlí síđastliđnum [2024] upplýsti sakborningur um ađ hafa afhent fréttamanni RÚV símann í húsnćđi RÚV í Reykjavík.

Í samantekt Morgunblađsins yfir atburđarásina frá vorinu 2021 til dagsins í dag vakna fjölmargar áleitnar spurningar um ađkomu fréttamanna RÚV ađ byrlunar- og símamálinu. Hvađ gerir útvarpsstjóri? Jú, hann neitar ađ svara spurningum. Međ hroka skal drepa umfjöllun um fréttamál sem liggur eins og mara á íslenskum fjölmiđlum. 


mbl.is Fćkkađ um 1.400 á einkareknum miđlum en 50 hjá RÚV
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 6. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband