Útvarpsstjóri hćđist ađ lögreglunni

Sunnudagskvöld síđastliđiđ birtist frétt á RÚV um byrlunar- og símamáliđ. Fréttin er unnin upp úr fundargerđ stjórnar RÚV frá 28. febrúar, sem varđ ađgengileg viđ birtingu fréttarinnar. Afsögn barnamálaráđherra tröllríđur fjölmiđlaumrćđunni. Ţćgilegt er ađ lćđa frétt inn í ţá umrćđu í von um ađ hún fái enga athygli. Skyldufrétt er nafniđ á fyrirbćrinu.

Byrlunar- og símamáliđ er á dagskrá frá hausti 2021 ţegar ljóst varđ ađ ţrír fjölmiđlar RÚV, Stundin og Kjarninn áttu ađkomu ađ byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuldi á síma hans og afritun voriđ 2021. Lögreglurannsókn á málinu hófst sumariđ 2021 en var hćtt síđast liđiđ haust, hvađ blađamenn varđar, međ sérstakri, og óvenjulegri, yfirlýsingu lögreglu. Í yfirlýsingunni segir ađ brot voru framin af hálfu blađamanna en ekki tókst ađ sanna tiltekin afbrot á tilgreinda blađamenn, sem voru ,,ósamvinnuţýđir."

Tilfallandi hefur fjallađ um byrlunar- og símamáliđ frá hausti 2021. Í vetur birti Morgunblađiđ fréttir um máliđ, m.a. yfirlit atburđarásina.

RÚV hefur aldrei greint frá ađkomu sinni ađ byrlunar- og símamálinu. Ţó er vitađ ađ sími Páls var afritađur á Efstaleiti á síma í eigu RÚV međ símanúmeriđ 680 2140. RÚV frumbirti enga frétt međ vísun í gögn úr síma skipstjórans, ţađ gerđu Stundin og Kjarninn. Á bakviđ ađgerđina var skipulag, miđstöđin var á Efstaleiti.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og forsvarsmenn RÚV neituđu blađamanni Morgunblađsins um viđtal. Skyldufrétt RÚV síđastliđiđ sunnudagskvöld ţótti á hinn bóginn nauđsynleg ţar sem stjórnarmađur RÚV, Ingvar Smári Birgisson, lét bóka á fundinum 28. febrúar ađ ríkisfjölmiđillinn ćtti ađ upplýsa málsatvik. Heiđur RÚV er í veđi.

Á stjórnarfundi RÚV talar Stefán útvarpsstjóri í hćđnistón til lögreglunnar. Í fundargerđinni segir:

Útvarpstjóra vitandi lćgi ekki fyrir á grundvelli lögreglurannsóknarinnar hvort síminn sem um rćđir í málinu hafi veriđ afritađur, og ef svo hefđi veriđ, hver hefđi gert ţađ og/eđa dreift efni úr honum.

Stefán situr sjálfur á ţeim upplýsingum sem lögreglan fékk ekki. Símanúmeriđ 680 2140 er skráđ á RÚV. Síminn sjálfur, af Samsung-gerđ, er í fórum RÚV. Til ađ fá símann í sínar hendur hefđi lögreglan ţurft dómsúrskurđ. Lögreglan leyfđi sér ekki ađ krefjast símtćkis í eigu RÚV og hefđi mögulega ekki fengiđ dómara til ađ skrifa upp á kröfuna. Blađamenn hafa annan háttinn á. Byrla, stela og afrita. Lögreglan starfar innan laga, blađamenn ekki.

Stefán veit ţetta allt. Hann er lögfrćđimenntađur og starfađi áđur sem lögreglustjóri. Ekki er risiđ hátt á útvarpsstjóra ţegar hann hćđist ađ lögreglunni fyrir takmarkađri rannsóknaheimildir en siđlausir blađamenn taka sér.

Í málsgögnum lögreglu eru margir tugir símatala, og sms-skilabođa, sem fóru á milli síma međ númeriđ 680 2140 og fyrrum eiginkonu skipstjórans sem játar ađ hafa byrlađ, stoliđ og fćrt RÚV símtćkiđ. Eftir afritun fékk eiginkonan símann tilbaka og skilađi á sjúkrabeđ skipstjórans sem var međvitundarlaus. 

Lögreglan fór međ silkihönskum um blađamenn til ađ styggja ţá ekki, haldlagđi hvorki tölvur né síma og leyfđi blađamönnum ađ komast upp međ ađ mćta ekki í bođađa skýrslutöku í hálft ár. Blađamenn voru bođađir í yfirheyrslu í febrúar 2022 en mćttu ekki fyrr en í ágúst sama ár.

Stefán útvarpsstjóri hlćr ađ lögreglunni en hvetur siđlausa blađamenn til dáđa. Helgi Seljan er aftur mćttur á Efstaleiti.

 

 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 25. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband