Kristrún braut trúnað

Kristrún forsætisráðherra var í gærkvöld á flótta undan fjölmiðlum vegna afsagnar Ásthildar Lóu barnamálaráðherra. Forsætisráðuneytið lak trúnaðarupplýsingum úr ráðuneytinu til Ásthildar Lóu sem raskaði heimilisfriði konu út í bæ sem bjó yfir upplýsingum er ekki þoldu dagsins ljós.

Leki á trúnaðarupplýsingum úr forsætisráðuneytinu stórskaðar trúverðugleika Kristrúnar sem forsætisráðherra. Enginn vafi er á að lekinn var gerður með vitund og vilja forsætisráðherra. Upplýsingarnar lágu í ráðuneytinu í nokkra daga áður en þeim var lekið af yfirlögðu ráði. Aðstoðarmenn leika ekki einleik í málum sem þessum.

Kristrún er æðsti handhafi framkvæmdavaldsins. Stóralvarlegt er að aðilar sem eiga samskipti við forsætisráðuneytið í trúnaði geti ekki treyst ráðuneytinu.

Tilgangurinn með lekanum var að gefa Ásthildi Lóu tækifæri til að þagga niður málið. Ásthildur Lóa mætti óboðinn á ókunnugt heimili til að freista þess að kæfa óþægilegt mál úr fortíðinni. Þetta segir Ásthildur Lóa í viðtali við RÚV.

Almennir borgarar sem eiga erindi við forsætisráðuneytið til að upplýsa málefni, sem þeir telja brýn, eiga ekki að þurfa þola trúnaðarbrest forsætisráðherra. Kristrún sýnir að henni er ekki treystandi. 

Ásthildur Lóa sagði af sér. Hvað gerir Kristrún?


mbl.is Hafna því að erindið hafi lekið úr ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband