Sunnudagur, 16. febrúar 2025
Tapađ tjáningarfrelsi í Evrópu og á Íslandi
Evrópa hefur misst sjónir á eigin grunngildum og berst viđ ímyndađa ógn frá Rússum. Tapađ tjáningarfrelsi er meiri ógn fyrir almenning í Evrópu en sú hćtta sem stafar ađ Rússlandi.
Á ţessa leiđ mćltist J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna á öryggisráđstefnu í München. Allir bjuggust viđ ađ Vance talađi um ytri ógnir, s.s. Rússlands og e.t.v. Kína. En, nei, varaforsetinn tók dćmi af Svíţjóđ, Englandi, Belgíu og Skotlandi ţar sem frjáls tjáning er skert ef ekki bönnuđ til ađ ţóknast sérhagsmunum.
Í Evrópu, sagđi Vance, nota menn hugtök eins og hatursrćđu og upplýsingaóreiđu til ađ kćfa frjálsa tjáningu. Eftir ađ hafa rćtt hörđ kjör frjálsrar orđrćđu í Evrópu rćddi Vance útlendingamál í álfunni, einkum innflutning á múslímskri trúarmenningu, og tilraunum til ađ kćfa andóf gegn rangri stefnu stjórnvalda. Rćđan er ekki nema um 18 mínútur. Rćđa Vance er mál málanna í Evrópu ţessa helgi. Ef einhver skyldi halda ađ Trump forseti sé annarrar skođunar en varaforsetinn ţá styđur Trump bođskap Vance.
Ísland hefur smitast af Evrópuelítunni sem vill setja frjálsri umrćđu harđa kosti í málaflokkum sem elítan gerir ađ sínum. Mannlíf hefur eftir Samtökunum 78 ađ fimm einstaklingar hafi veriđ kćrđir til lögreglu fyrir ađ gagnrýna lífsskođunarfélagiđ međ einum eđa öđrum hćtti.
Ákćruvaldiđ ákvađ ađ taka mark á kćrum Samtakanna 78 í stađ ţess ađ henda ţeim í rusliđ. Tilfallandi bloggari er einn ţeirra sem er ákćrđur af ríkisvaldinu í kjölfar kćru Samtakanna 78. Allt ađ tveggja ára fangelsi eru viđurlögin og fjársekt í ofanálag. Tilfallandi gerđi grein fyrir ákćrunni í bloggi:
Međ ákćrunni hlutast lögreglan til um opinbera umrćđu frjálsra borgara um samfélagsleg málefni. Lögreglan tekur ađ sér í verktöku fyrir Samtökin 78 ađ ţagga niđur í ţeim sem andmćla lífsskođunarfélaginu og sértrúarbođskap ţeirra í leik- og grunnskólum.
Í sjálfu sér er ekkert athugavert viđ ađ lífsskođunarfélag eins og Samtökin 78 kćri mann og annan. Orđiđ er frjálst - líka til ađ skrifa kćrur. Annađ og alvarlegra mál er ađ ríkisvaldiđ, ákćruvaldiđ, tekur upp á ţví ađ ákćra einstakling fyrir ađ hafa skođun. Ríkissaksóknari, ćđsti handhafi ákćruvaldsins, á ekki ađ stunda nornaveiđar í ţágu lífsskođunarfélags. Málfrelsiđ er hornsteinn annarra mannréttinda. Fari tjáningarfrelsiđ forgörđum á Íslandi er fokiđ í flest skjól frjálsra borgara.
Mál tilfallandi er komiđ lengst af ţeim fimm er sćta ákćru fyrir rangar skođanir. Ég mun mćta fyrir hérađsdóm Reykjavíkur í lok mánađarins til ađ svara fyrir ţćr sakir ađ hafa andmćlt starfsemi Samtakanna 78 í leik- og grunnskólum. Öđrum ţrćđi grátbroslegt, hinum ţrćđinum harmleikur lýđrćđisríkis ţar sem ákćruvaldiđ misţyrmir frjálsri orđrćđu.
![]() |
Vance hvatti Evrópu til ađ breyta um kúrs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)