Trump gefur Pútín Evrópu

Eftir 90 mínútna samtal viđ Pútín Rússlandsforseta hringdi Trump í Selenskí forseta Úkraínu í fáeinar mínútur. Á milli Trump og Pútín var samtal, Selenskí fékk niđurstöđu. Heimurinn er í höndum Trump og Pútín, skrifar Telegraph. Smávegis ýkjur, vitanlega, líkt og fyrirsögnin hér ađ ofan, en keyrir heim tvö kjarnaatriđi.

Í fyrsta lagi ađ Trump og Pútín eru sammála ađ forsetar Bandaríkjanna og Rússlands geta einir leitt til lykta Úkraínustríđiđ, ađrir eru í aukahlutverkum. Heimsfjölmiđlarnir taka undir sjónarmiđiđ og ţar međ verđur sannfćring tveggja forseta viđurkennd stađreynd alţjóđastjórnmála.

Í öđru lagi gefur Trump Pútín frjálsar hendur í Evrópu. Ekki til ađ leggja undir sig álfuna, eins og sumir halda ađ hann vilji, heldur til ađ tryggja lögmćta rússneska öryggishagsmuni. Í ţví felst ađ hvorki verđur Úkraína Nató-ríki né verđa bandarískir hermenn sendir til ađ gćta víglínunnar í fyrirséđu vopnahléi, á međan friđarsamningar standa yfir. Úkraína fćr ekki bandaríska hervernd í einu eđa öđru formi. Trump breytir ráđandi stefnu Bandaríkjanna frá lokum seinna stríđs. ESB-Evrópa er ekki lengur kjarnasvćđi hvađ bandaríska öryggishagsmuni áhrćrir. Grćnland og Ísland eru ţađ á hinn bóginn og kannski má telja Bretland ţar međ, en bara kannski.

Úkraína er fyrsta fórnarlamb breyttrar varnarmálastefnu Bandaríkjanna. Ráđandi öfl í Úkraínu gerđu landiđ ađ verkfćri til ađ Bandaríkin og ESB-Evrópa gćtu fćrt út áhrifasvćđi sitt í austur, líkt og gert var međ stćkkun Nató eftir fall járntjaldsins fyrir rúmum 30 árum. En nú hafa Bandaríkin ekki lengur áhuga. ESB-Evrópa hefur ekki bolmagn til ađ halda útrásinni í Úkraínu gangandi og verđur ađ láta í minni pokann. Undanhaldin lýkur ekki viđ vesturlandamćri Úkraínu, áhrif Rússa munu vaxa í Austur-Evrópu almennt.

Í fyrirsjáanlegri framtíđ, sennilega nćstu áratugi, verđur höfuđverkefni ESB-Evrópu ađ semja viđ Rússa um sameiginlega tilvist á meginlandi Evrópu. ESB-Evrópa og Rússland eru ólíkar útgáfur evrópskrar siđmenningar. Sú fyrri er frjálslynd og alţjóđleg en sú seinni íhaldssöm og ţjóđleg. Sjálf Bandaríkin voru til skamms tíma frjálslynd og alţjóđleg. Svo kom Trump.

Ógjörningur er ađ segja til um hvernig fer međ samskipti ESB-Evrópu og Rússland nćstu ár og áratugi. Hinu er hćgt ađ slá föstu ađ Ísland á ekkert sameiginlegt međ afdrifum ESB-Evrópu gagnvart Rússlandi. Nema, vel ađ merkja, viđ sitjum uppi međ ríkisstjórn hér á landi sem stefnir Íslandi inn í ESB. Valkyrjur í heiđni völdu hverjir skyldu vopndauđir á vígvellinum. Kristrún, Inga og Ţorgerđur Katrín velja ađ fullveldi Íslands skuli vopndautt í Brussel. Áríđandi er ađ koma í veg fyrir ţá fyrirćtlan.  

 

Friđi er ekki náđ í Úkraínu. Símtal Pútín og Trump gefur vonir um ađ styttist í ađ brćđraţjóđirnar láti af vopnaskaki sem kostađ hefur ađ minnsta kosti milljón manns lífiđ, tvćr milljónir eru örkumla og enn fleiri milljónir hafa flúiđ heimkynni sín.

Úkraínustríđiđ á rćtur í hugmyndafrćđi sem ofmat vestrćnan styrk og vanmat rússneska seiglu. Gráglettni örlaganna er ađ hugmyndafrćđin hrynur til grunna ţegar tveir forsetar koma sér saman um ađ hún sé röng. 


mbl.is Trump hringdi í Pútín: Hefja viđrćđur án tafar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband