Fimmtudagur, 13. febrúar 2025
Stjórn RÚV spyr Stefán um kostun, ekki byrlun
Í nýjustu fundargerđ stjórnar RÚV er sagt frá fyrirspurn stjórnarmanns til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra um kostun á dagskrárefni, hvađa reglur gildi og ,,hvernig ritstjórnarfrelsi stofnunarinnar sé tryggt ţegar RÚV fćr greitt fyrir umfjöllun."
Hér er tćpt á ritstjórnarstefnu og sjálfstćđi RÚV og samskipti viđ ađila utan stofnunarinnar. Beđiđ er um upplýsingar fimm ár aftur í tímann.
Fyrirspurnir stjórnarmanna til útvarpsstjóra af ţessu tagi eru algengar eins og sjá má af fundargerđum.
Stefán útvarpsstjóri hefur ţó aldrei veriđ spurđur um byrlunar- og símamáliđ af stjórn RÚV. Fyrir liggur, stađfest međ lögreglurannsókn, ađ sími Páls skipstjóra Steingrímssonar var afhentur RÚV. Stefán útvarpsstjóri og Heiđar Örn fréttastjóri stađfestu međ yfirlýsingu í febrúar 2022 ađ Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafi tekiđ viđ símanum. Einnig er stađfest ađ RÚV frumbirti enga frétt međ vísun í gögn úr síma skipstjórans. Ţóra tók viđ símanum í öđrum tilgangi en ađ vinna frétt fyrir RÚV.
Fréttin, um meinta ófrćgingarherferđ svokallađar skćruliđadeildar á hendur blađamönnum, birtist samtímis í Stundinni og Kjarnanum 21. maí 2021, 17 dögum eftir ađ gögnin, sem vísađ er í, komu í hús á Efstaleiti. Hlutverk RÚV er ekki ađ afla gagna međ vafasömum hćtti, svo vćgt sé til orđa tekiđ, og framselja fréttir upp úr ţeim gögnum í hendur annarra fjölmiđla. Ţađ er ekki viđurkennd ritstjórnarstefna, hvorki á RÚV né öđrum miđlum.
Ófrávíkjanleg regla fjölmiđla er ađ birta sjálfir ţćr fréttir sem unnar eru á ritstjórn fjölmiđilsins. Í húfi er traust og trúverđugleiki. Af ástćđum, sem enn hafa ekki veriđ útskýrđar af RÚV, ákvađ Ţóra, líklega međ vitund fréttastjóra, ađ fréttin sem vísađi í gögn úr síma skipstjórans skyldi fara í tvíriti til Stundarinnar og Kjarnans en ekki birtast á RÚV. Ríkisfjölmiđillinn blekkti almenning, vann frétt en sendi hana til birtingar á jađarfjölmiđla. Hvers vegna ţessi feluleikur?
Ári eftir játningu Stefáns útvarpsstjóra og Heiđars Arnars fréttastjóra, um ađ Ţóra hefđi tekiđ viđ síma skipstjórans, var upplýst ađ Ţóra hefđi keypt Samsung-síma, samskonar og skipstjórans, í apríl 2021, áđur Páli skipstjóra var byrlađ og síma hans stoliđ. Ţóru-síminn var notađur til ađ afrita síma skipstjórans. Eftir ađ upp komst um ţessa ađild Ţóru var hún án skýringa látin fara frá RÚV.
Hvers vegna spyr enginn í stjórn RÚV Stefán útvarpsstjóra um málavöxtu? Ađkoma ríkisfjölmiđilsins ađ byrlun og gagnastuldi er margfalt mikilvćgari en álitamál um kostun á dagskrárefni.
Í viđtengdri frétt er haft eftir Páli skipstjóra ađ hann undirbýr ađ stefna RÚV fyrir dóm vegna ađildar ríkisfjölmiđilsins ađ byrlunar- og símamálinu. Af hálfu RÚV vćri meiri bragur ađ stíga fyrsta skrefiđ og upplýsa um málsatvik. Óviđunandi er ađ saklausir borgarar, sem verđa fyrir barđinu á RÚV, ţurfi ađ leita til dómstóla til ađ rétta sinn hlut.
Fordćmiđ, sem útvarpsstjóri og stjórn RÚV setja, međ ţví ađ sópa málinu undir teppiđ, er verulega slćmt. Nánast er sagt ađ landslög og almennt siđferđi gildi ekki er RÚV á hlut ađ máli.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)