Hallgrímur B. Geirsson

Í síđustu viku lést Hallgrímur B. Geirsson fyrrverandi framkvćmdastjóri útgáfufélags Morgunblađsins. Ég á tvćr minningar um Hallgrím og vil halda ţeim til haga. 

Sú fyrri er liđlega aldarfjórđungsgömul. Laust fyrir aldamót voru nokkrar sviptingar á blađamarkađi. Ég ritstýrđi Helgarpóstinum sem var fjárvana útgáfa en átti fjársterka og vel tengda andstćđinga. Útgáfan komst samtímis upp á kant viđ Odda, sem prentađi blađiđ, og DV-feđga sem gáfu einnig út Dag-Tímann og voru annar meginásinn á blađamarkađi andspćnis Morgunblađinu. DV-feđgar, Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur sonur hans, sáu fyrir sér ađ bćta Helgarpóstinum í útgáfusafniđ. Starfsmenn og eigendur smáútgáfunnar vildu ţađ síđur. Ţetta var fyrir daga Fréttablađsins og lýđnetiđ rétt ađ verđa til. 

Góđ ráđ voru dýr. Tvćr af ţrem prentsmiđjum landsins, sem prentuđu í dagblađabroti, voru óađgengilegar Helgarpóstinum. Ţriđja prentsmiđjan var Morgunblađsins, sem á ţessum tíma var stórveldiđ. Haft var á orđi ađ sérhvert heimili landsins vćri međ blađiđ í áskrift. Heimili án áskriftar voru ekki vandamál Morgunblađsins. Vandamáliđ var heimilanna sjálfra.

Viđ á Helgarpóstinum höfđum samband viđ Morgunblađiđ upp á von og óvon. Ţar svarađi okkur Hallgrímur B. Geirsson međ ljúfmennsku og greiđvikni. Hallgrímur sagđi efnislega, ég man ekki orđrétt samskiptin, ađ ekki tjóađi ađ hákarlarnir réđu einir ferđinni á blađamarkađi. Mér var minnisstćtt ţetta viđhorf manns sem bćđi var fulltrúi og helsti eigandi stćrsta hákarlsins, Morgunblađsins, og hluti fjölskyldu sem almennt var litiđ á sem íslenskan ađal. Hallgrímur gaf sér tíma og sýndi velvilja smáútgáfu sem varla tók ađ rćsa prentvélarnar fyrir. 

Síđasta tölublađ Helgarpóstsins var prentađ sumariđ 1997 í prentsmiđju Morgunblađsins. Hugur okkar sem bárum ábyrgđ á útgáfunni stóđ til ađ halda áfram baslinu en óeining var í hlutahafahópum. Í gömlu blađamennskunni var talađ um yndislegt hundalíf en jafnvel rakkarnir ţurfa ađ éta.    

Eftir stutt en ánćgjuleg samskipti viđ Hallgrím sumariđ 1997 vissi ég ekki af honum ţangađ til fyrir tveim árum. Ég hafđi, sem tilfallandi bloggari, komiđ mér illa gagnvart ráđandi fjölmiđlaafli, RSK-miđlum, sem vildu međ öllum ráđum múlbinda rödd sem gagnrýndi. Ţrír blađamenn stefndu mér fyrir dóm, kröfđust ómerkingar ummćla og miskabóta upp á nokkrar milljónir króna. Einn morguninn vakna ég og sé póst í yahoohólfinu međ nafni Hallgríms. Efnisorđ póstsins: Ţöggunarsamfélag blađa- og fréttamanna.

Í póstinum skrifar Hallgrímur fallega kveđju og hvatningu ađ láta ekki deigan síga. Hér var hann aftur mćttur mađurinn sem ég átti örstutt kynni viđ fyrir bráđum 30 árum, jafn velviljađur og greiđvikinn. Hann átti mér enga skuld ađ gjalda, viđ vorum ókunnugir. Í báđum tilvikum rann Hallgrími til rifja ađ stórbćndur sátu yfir hlut kotbónda á orđsins akri. Ţađ munađi um liđveisluna.

Blessuđ sé minning Hallgríms B. Geirssonar.


mbl.is Andlát: Hallgrímur B. Geirsson
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband