Namibíumáliđ í öndunarvél og Helgi Seljan týndur

Ólafur Ţór Hauksson hérađssaksóknari tilkynnti 2. júlí í RÚV ađ rannsókn Namibíumálsins vćri lokiđ eftir tćp sex ár og mörg hundruđ milljónir króna kostnađ. Máliđ var búiđ til í hendur hérađssaksóknara af Helga Seljan fréttamanni Kveiks á RÚV í nóvember 2019. Nú eru ţrír mánuđir síđan Ólafur Ţór sagđi rannsókn lokiđ en ekkert bólar á niđurstöđu.

Eftir ađ rannsókn lýkur á sakamáli er ađeins tvennt í stöđunni. Ađ ákćra eđa fella máliđ niđur. Hérađssaksóknari gerir hvorugt. Hann heldur Namibíumálinu i öndunarvél.

Namibíumáliđ snýst um ásakanir Jóhannesar Stefánssonar sem stjórnađi dótturfélagi Samherja í Afríkuríkinu um miđjan síđasta áratug. Jóhannes leiddist út í óreglu, áfengi, eiturlyf og ýmislegt verra, og var sagt upp. Atvinnulaus og illa ţokkađur kom Jóhannes í hefndarhug til Íslands međ tröllasögur um  mútugreiđslur til namibískra embćttis- og stjórnmálamanna. RÚV og Helgi Seljan bjuggu til óformlegt fjölmiđlabandalag međ Stundinni og Kjarnanum, RSK-miđla, til ađ segja sögu Jóhannesar á Íslandi ţannig ađ alţjóđ tryđi. Fjölmiđlaatlagan heppnađist. Vinstrimenn á alţingi gleyptu hráan heilaspuna Jóhannesar og siguđu embćtti hérađssaksóknara á Samherja međ 200 milljón króna fjárveitingu. Meginregla réttarríkisins um ađgreiningu löggjafa og ákćruvalds var ţverbrotin. Í raun var fé sett til höfuđs einkafyrirtćki.

RSK-miđlar reyndu útflutning á ásökunum Jóhannesar. Ţeir réđu danskan blađamann, Lasse Skytt, til ađ skrifa Namibíumáliđ inn í norrćna fjölmiđla. Leiđangurinn mistókst herfilega. Norska útgáfan Aftenposten beit ađ vísu á agniđ og birti grein eftir Skytt. Ţegar betur var ađ gáđ reyndist Jóhannes einskins virđi sem heimild. Norskir blađamenn afhjúpuđu handvömm ţeirra íslensku og ófagleg vinnubrögđ fjölmiđla á Fróni. Tilfallandi bloggađi máliđ:

Jarđaför Namibíumálsins fór fram í Noregi 1. mars 2023. Ţann dag birtist afsökun norska stórblađsins Aftenposetn Innsikt. Lykilsetningin er eftirfarandi:

Aftenposten Innsikt hefur enga stođ fyrir ţeirri fullyrđingu ađ Jóhannes Stefánsson hafi komiđ fram „fyrir hönd“ Samherja í mútumáli til manna í Namibíu né ađ samningur um eitthvađ slíkt hafi veriđ gerđur á milli Samherja og namibískra ađila. Um er ađ rćđa ásakanir Jóhannesar Stefánssonar.

Jóhannes Stefánsson er eina heimildin um ađ Samherji hafi stundađ mútur í Namibíu. Allt Namibíumáliđ byggir á einum manni sem, frómt sagt, er ekki trúverđug heimild. Í blađamannskólum er kennt ađ einnar heimildar fréttir beri ađ varast og ţví meira sem fréttamáliđ er stćrra.

Ţegar heimildin er hatursfullur eiturlyfjafíkill og stórtćkur vćndiskaupandi, sem hringir í fólk og hótar limlestingum og lífláti, ţarf ekki ađ kunna blađamennsku til ađ átta sig á ađ ekki er um ađ rćđa góđan pappír.

Afsökun Aftenpostin Innsikt 1. mars kemur í kjölfar forsíđugreinar tímaritsins í febrúar. Danskur blađamađur, Lasse Skytt, skrifađi ţar norrćna útgáfu af Kveiksţćtti RÚV frá 2019. Skytt fékk nýjustu uppfćrsluna frá Jóhannesi. Ţegar búiđ er ađ fara yfir fréttina af ritstjórn Aftenposten Innsikt er niđurstađan afgerandi. 

,,engin stođ" er fyrir fullyrđingu Jóhannesar Stefánssonar.

Hvers vegna birti RÚV, í félagi međ Kjarnanum og Stundinni (nú Heimildinni) stađlausa stafi Jóhannesar uppljóstrara? Jú, RÚV og fylgimiđlar stunda ekki blađamennsku heldur málafylgju. RÚV ćtlađi ađ ,,taka niđur" Samherja og nota til ţess ásakanir Jóhannesar.

Nú er ekki vitađ hvort embćtti hérađssaksóknara ráđi yfir tungumálagarpi lćsum á norsku en fyrir brot af ţeim 200 milljónum sem embćttiđ fékk frá alţingi hefđi mátt ţýđa afsökunarbeiđni Aftenposten Innsikt og spara fjármuni og fyrirhöfn. En embćttiđ var svo kirfilega samansúrrađ RSK-miđlum ađ haldiđ var áfram ađ berja hausnum viđ steininn.

Í höndum hérađssaksóknara er Namibíumáliđ frá upphafi hryggđarmynd af samkrulli ákćruvalds, fjölmiđla og ţingmanna Samfylkingar og Vinstri grćnna. Í vor tók steininn úr og hryggđarmyndin varđ ađ farsa. Níu menn eru sakborningar í Namibíumálinu. Í apríl kemst Ólafur Ţór Hauksson hérađssaksóknari ađ embćttiđ sé vanhćft til ađ rannsaka einn sakborninganna, Jón Óttar Ólafsson. Hérađssaksóknari skrifar bréf til ríkissaksóknara 22. apríl í ár og segir

verulegan vafa leika á ađ embćtti hérađssaksóknara sé til ţess bćrt ađ rannsaka máliđ [ţ.e. ólögmćta dreifingu persónuupplýsinga] ţar sem undirritađur stýrđi ţví embćtti sem gögnin eru talin stafa frá og kćrđi sömu ađila [Jón Óttar] fyrir brot á ţagnarskyldu á sínum tíma.

Bréfiđ er skrifađ vegna rannsóknar á öđru máli, persónuupplýsingum úr hrunmálum sem fóru í ólögmćta dreifingu. Jón Óttar var starfsmađur Ólaf Ţórs saksóknara í hrunmálum, síđar hóf Jón Óttar ađ vinna fyrir Samherja. Ólafur Ţór er vanhćfur, ađ eigin sögn, ađ rannsaka Jón Óttar frá árinu 2012, já fyrir 13 árum, ţegar hann kćrđi Jón Óttar fyrir brot á ţagnarskyldu. En samt sem áđur gerđi Ólafur Ţór Jón Óttar ađ sakborningi í Namibíumálinu áriđ 2020.

Og hver ćtli sé upphafsmađurinn ađ persónuupplýsingamálinu? Nú, auđvitađ fréttamađurinn Helgi Seljan, sá hinn sami og hratt úr vör Namibíumálinu 2019. Helgi var látinn fara frá RÚV í byrjun árs 2022 vegna annars alrćmds fréttamáls RSK-miđla, byrlunar- og símamálsins. Í vor fékk hann endurráđningu hjá RÚV. Á örfáum vikum tókst Helga ađ hleypa öllu í bál og brand á ný á Efstaleiti. En svo hvarf fréttamađurinn međ Samherjablćtiđ sjónum manna. Ekkert hefur spurst til Helga frá miđju sumri á öldum ljósvakans. 

Kannski ađ Helgi dúkki upp ţegar hérađssaksóknari tilkynnir niđurstöđu Namibíumálsins? Vel fćri á ţví ađ ákćruvaldiđ og ríkisfjölmiđilinn gerđu sameiginlega grein fyrir herfilegri misnotkun á opinberu valdi. Í framhaldinu ţarf ađ upplýsa byrlunar- og símamáliđ ţar sem blađamenn höguđu sér eins og ótíndir glćpamenn.


Bloggfćrslur 7. október 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband