Fimmtudagur, 2. október 2025
Pútín, Napoleón og sögulegur vandi Evrópu
Smáríkiđ Moldóva, 2,4 milljónir íbúa, hélt kosningar síđustu helgi. Fréttir herma ađ Moldóvar hafi kosiđ sér ,,evrópska framtíđ" ţ.e. ţingmeirihluta hlynntum inngöngu í Evrópusambandiđ, ESB. Moldóva liggur á landamćrum Úkraínu og Rúmeníu.
Afdrif Moldóvu ráđast í yfirstandandi Úkraínustríđi. Sigri Úkraína Rússland verđur Moldóva ESB-ríki líkt og Úkraína. Fái Rússland sigur í Úkraínu fer Moldóva undir rússneskt áhrifasvćđi, líkt og Úkraína. Sogkraftur stórvelda er sá sami í dag og fyrrum. Einfeldningar er ólust upp viđ svart hvíta heimsmynd kalda stríđsins eru ólćsir á sögulegra framvindu sem hefur rauđan ţráđ en međ blćbrigđum.
Glíman um framtíđ Evrópu er á milli Evrópusambandsins og Rússlands. Ađ breyttu breytanda er stađan í Evrópu sú sama og í byrjun 19. aldar. Tvö meginöfl tókust á um framtíđ álfunnar. Í einn stađ Frakkland međ hugmyndafrćđi frönsku byltingarinnar í farteskinu, í annan stađ Heilaga rómverska keisaradćmiđ, sem í raun var ţýskumćlandi ríkjasamband frá miđöldum. Undir forystu Napoleón höfđu Frakkar betur og keisaradćmiđ stofnađ af Karlamagnúsi á 9du öld liđađist í sundur.
Sigurinn yfir feyskna ríkjasambandinu steig ţeim franska til höfuđs. Hann hélt í Rússlandsför 1812 og sólundađi ţar her sínum. Ţrem árum síđar lauk veldistíma Napoleón í Waterloo ţar sem Englendingar og Prússar sigruđu ţjóđarher Frakka. Prússar urđu í framhaldi voldugastir í ţýsku hjarta Miđ-Evrópu. Ţeirri sögu lauk međ sjálfsmorđi austurríska liđţjálfans í Berlín voriđ 1945.
Úkraínustríđiđ er blóđugasti ţátturinn hingađ til í átökum ESB og Rússlands um forrćđi yfir Austur-Evrópu. Stutta sagan af átökunum er innheimta vestursins á sigurlaunum kalda stríđsins. Rússland, sem arftaki Sovétríkjanna, skyldi afhenda lönd og náttúruauđlindir til Bandaríkjanna, ESB-Evrópu og Nató (ekki endilega í ţessari röđ) og verđa efnahagsleg hjálenda vestursins. Á tíunda áratug síđustu aldar virtist allt stefna í rússneska uppgjöf gagnvart vestrinu. Gömlu nýlendur Sovétríkjanna í Varsjárbandalaginu fóru allar undir Nató. Af stćrri ríkjum Austur-Evrópu var Úkraína ein eftir.
200 ár eru á milli valdatöku Napoleóns annars vegar og hins vegar Pútín. Báđir lágvaxnir og ćttlitlir en kallađir til stórra verka. Napoleón náđi völdum í nóvember 1799 og Pútin í mars 2000. Sá franski gerđi gerđi stjórnarbyltingu en Pútín fékk kjör í forsetakosningum. Verkefni Napoleóns, ţann stutta tíma sem hann var viđ völd, um 15 ár, var í fyrsta lagi ađ framlengja frönsku byltinguna og í öđru lagi ađ viđhalda stórveldastöđu Frakka. Ţađ fyrra tókst en seinna markmiđiđ ekki. Frá og međ Vínarfriđi 1815, eftir Waterloo, er Frakkland hérađsríki í Vestur-Evrópu, skiptir máli sem slíkt en er ekki afgerandi um ţróun heimsmála.
Verkefni Pútín í 25 ár er ađ endurreisa Rússland, sjá til ţess ađ landiđ fylgi ekki Sovétríkjunum á öskuhaug sögunnar. Pútín býđur ekki upp á neina hugmyndafrćđi til útflutnings. Hann er mađur rússneskar ţjóđhyggju, kappkostar ađ tryggja öryggi ríkisins frá vestrćnum áhlaupum. Austurvíkingur vesturveldanna er skráđur í sögubćkurnar; Napoleón 1812, Vilhjálmur keisari 1914 og austurríski liđţjálfinn 1941.
Sumir trúa ađ eftir Úkraínustríđ haldi Pútín áfram í vestur, taki Pólland, síđan Ţýskaland og Frakkland og hefji umsátur um Bretland. Allt ţetta ćtli Pútín ađ gera eftir ađ hafa hjakkađ í sama farinu í austurhéruđum Úkraínu í ţrjú ár rúm. Fyrir stríđ voru Rússar um 145 milljónir, Úkraínumenn um 45 milljónir. Ţrátt fyrir rúmlega ţrefaldan mannfjölda eiga Rússar fullt í fangi međ Úkraínu, fara ekki eins og logi yfir akur heldur á hrađa snigilsins. ESB-Evrópa telur um 450 milljónir sálna. Fengi Pútín napoleónskt mikilmennskubrjálćđi eftir sigur á Úkraínu yrđi hann settur af, ef ekki skotinn, af mönnum sem vita og kunna sitthvađ um stríđ. Fyrsta lexían um stríđ, allt frá dögum Forn-Grikkja, er ađ hernađur býr til ríki en tortímir ţeim líka. Ráđandi öfl í Rússlandi láta sér ekki til hugar koma ađ tefla ríkinu í tvísýnu upp á ţann eina vćnta ávinning ađ yfirtaka lífeyrisskuldbindingar öldrunarríkja Vestur-Evrópu.
Eftir sigur á Úkraínu verđur Rússland viđurkennt sem stórveldi, samt langt á eftir Bandaríkjunum og Kína. Gagnvart ESB-Evrópu verđur Rússland stórt, en ţađ eingöngu hlutfallslega og á afmörkuđu sviđi en ţó veigamiklu - herstyrk. ESB-Evrópa lćtur Bandaríkin um varnir sínar eftir seinna stríđ og býr ekki ađ hernađarmćtti til samrćmis viđ pólitískan metnađ. Dúkkulísurnar í Brussel stóđu í ţeirri trú ađ transblćti og loftslagsstefna vćri máliđ eftir sigurinn í kalda stríđinu. Trúđapólitíkin er afhjúpuđ ţessi misserin á gresjum Garđaríkis. Í stórveldapólitík haldast í hendur sannfćrandi hugmyndir og herstyrkur. ESB-Evrópa á hvorugt i vopnabúri sínu.
Sovétríkin hypjuđu sig úr Austur-Evrópu er kommúnisminn hrundi. Stöđutakan í Austur-Evrópu kom til vegna seinni heimsstyrjaldar. Önnur stórveldi en Rússar véluđu til um heimsstríđin, bćđi fyrra og seinna. Rússar eiga enga sögu, burtséđ frá kommúnisma (sem i grunninn er ţýsk hugmyndafrćđi), um tilkall til valda og áhrifa í vestanverđri Evrópu. En Rússland á, líkt og önnur ríki, tilkall til ađ öryggis- og varnarhagsmunir ríkisins séu teknir međ í reikninginn ţegar ágeng utanríkisstefna (les: vestriđ eftir fall Berlínarmúrsins) er annars vegar.
Úkraínustríđiđ snýst um tilverurétt ţjóđríkja. ESB-Evrópa trúir ekki á fullveldi ţjóđríkja en býđur ekki upp á neinn valkost. Ađ ţessu leyti er Evrópusambandiđ í sömu stöđu gagnvart Pútín og Heilagt rómverskt keisaradćmi andspćnis Napoleón fyrir tvö hundruđ árum. Lágvaxnir menn stórir í sniđum leggja ađ velli stórveldi á brauđfótum.
![]() |
Moldóvar kusu evrópska framtíđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)