Sunnudagur, 26. janúar 2025
Slúđur réttlćtir ekki byrlun, stuld og afritun
Föstudaginn 21. maí 2021 birtu Stundin og Kjarninn efnislega sömu fréttina um svokallađa skćruliđadeild Samherja. Rétt fyrir hádegi ţennan sama dag tók Vísir saman fréttirnar í miđlunum tveim undir fyrirsögninni
Skćruliđadeild Samherja sögđ hafa lagt á ráđin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum
Fyrirsögn Vísis og samantekin sjálf sýnir ađ meint skćruliđadeild Samherja var í raun ađ vinnufélagarnir Páll skipstjóri Steingrímsson og Arna Bryndís McClure lögfrćđingur slúđruđu sín á milli, eđa ,,lögđu á ráđin", hvernig mćtti verjast árásum RÚV á atvinnuveitanda ţeirra, Samherja. Ađkeypt vinna almannatengils kom einnig viđ sögu.
Slúđriđ, eđa ráđabruggiđ, fól ekki í sér neitt ólögmćtt. Hvergi kom til tals á milli vinnufélaganna ađ fremja afbrot af einu eđa öđru tagi. Fyrst og fremst var rćtt um ađ rétta hlut Samherja í óvćginni fjölmiđlaumfjöllun.
Almenningur vissi ekki voriđ 2021 hvernig Stundin og Kjarninn fengu heimildina sem var tilefni samrćmds fréttaflutnings tveggja fjölmiđla. Síđar, eftir ađ lögreglurannsókn hófst, kom á daginn ađ blađamenn á RSK-miđlum, RÚV, Stundin og Kjarninn, unnu saman á bakviđ tjöldin og voru í sambandi viđ andlega veika ţáverandi eiginkonu Páls skipstjóra.
Konan byrlađi eiginmanni sínum, stal síma hans og lét í hendur Ţóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks á RÚV. Ţóra hafđi fyrir byrlun keypt Samsung-síma, samskonar og skipstjórans. Afritunarsíminn varđ ađ vera af réttri gerđ, annars var ekki hćgt ađ afrita. Hvernig skyldi Ţóra vita hvađa gerđ af símtćki hún átti ađ kaupa?
Á Efstaleiti var sími skipstjórans afritađur á símann sem Ţóra hafđi keypt. Síma skipstjórans var skilađ á sjúkrabeđ hans á Landsspítala ţar sem hann var í gjörgćslu. Skipstjórinn skyldi vera grunlaus um ađ síma hans hafđi veriđ stoliđ til afritunar á RÚV. Tvćr útgáfur sömu fréttar voru skrifađar á RÚV og sendar til Stundarinnar og Kjarnans til samrćmdrar birtingar.
Ţađ sem fór á milli Páls skipstjóra og Örnu Bryndísar lögfrćđings var spjall vinnufélaga um ađ koma á framfćri mótmćlum viđ einhliđa fréttaflutningi. Eins og oft á tveggja manna tali, ţar sem trúnađur ríkir, var iđulega látiđ vađa á súđum.
Vörn RSK-blađamanna er ađ samskipti Páls og Örnu Bryndísar hafi átt erindi til almennings. Ţađ er álitamál hvort tveggja manna slúđur og ráđabrugg í hálfkćringi eigi heima í umrćđunni. Hitt er öllum ljóst ađ ađild blađamanna ađ hreinum og klárum lögbrotum hlýtur ađ eiga erindi til almennings. Fordćmiđ sem RSK-blađamenn setja er tvíţćtt. Í fyrsta lagi ađ enginn munur sé gerđur á einkasamtölum og opinberri umrćđu. Í öđru lagi ađ sjálfsagt sé ađ fólki sé byrlađ, eigum ţess stoliđ og friđhelgi brotin til ađ koma einkamálum á framfćri í fjölmiđlum.
Allir, sem kynna sér byrlunar- og símamáliđ, sjá í hendi sér ađ RSK-blađamenn eru ţeir sem eiga ađ svara til saka fyrir ađ hafa fariđ offari, svo vćgt sé til orđa tekiđ. En ţeir ţegja allir sem einn, upplýsa ekkert um málsatvik. Sama gildir um yfirmann RÚV, Stefán Eiríksson útvarpsstjóra. Ađrir fjölmiđlar láta gott heita ađ mesta hneyksli íslenskrar fjölmiđlasögu liggi í láginni.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)