Kennaralaun jöfnuð niður

Framhaldsskólakennarar eru með hærri laun en leik- og grunnskólakennarar. Líkleg niðurstaða launadeilu kennara við ríki og sveitarfélög eru að laun framhaldsskólakennara lækki hlutfallslega miðað við kennara á yngri skólastigum.

Ásteytingarsteinn í yfirstandandi kjaraviðræðum er yfirlýsing ríkisins frá árinu 2016 til framhaldsskólakennara um að jafnvirða laun þeirra og sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Á þeim tíma sömdu framhaldsskólakennarar beint við ríkið. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögum án aðkomu ríkisins.

Fyrir fimm árum var gerð sú lagabreyting að eitt kennaraleyfi var gefið út fyrir öll skólastig. Áður höfðu framhaldsskólakennarar sérstakt leyfi, sem fól t.d. í sér að grunnskólakennari gat ekki sótt um stöðu í framhaldsskóla. Breytingin bjó í haginn fyrir það sem síðar kom.

Framhaldsskólakennarar gerðu þau mistök í yfirstandandi kjaradeilu að hafa samflot með leik- og grunnskólakennurum. Viðsemjendur eru ekki þeir sömu. Ríkið rekur framhaldsskólana en sveitarfélögin lægri skólastig. Til skamms tíma var fremur um það rætt á vettvangi framhaldsskólakennara að segja sig úr Kennarasambandi Íslands, sem er regnhlíf kjarafélaga nokkurra kennarahópa, fremur en að lúta forræði sambandsins.

Í frétt á Vísi segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins að kennarar eigi ,,hljómgrunn meðal fólks." Ef svo væri lægi fyrir undirritaður samningur um að kennarar fái milljón á mánuði. Líkt og framhaldsskólakennarar hafa nú þegar.

 


mbl.is „Nú gilda reykfylltu bakherbergin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband