Þórður Snær í útgáfu með Vilhjálmi Tortóla-auðmanni

Þórður Snær, fyrrum ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu, hyggur á nýja útgáfu. Nýmælin kynnti Þórður Snær í þakhýsi Miðeindar við Fiskislóð. Miðeind er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem vann sér til frægðar á mótmæla aflandsfélögum auðmanna á Austurvelli en átti sjálfur Tortóla-félag.

Vilhjálmur varð að segja af sér embætti gjaldkera Samfylkingar er uppvíst varð um tvískinnunginn. Um árabil er Vilhjálmur fjárhagslegur bakhjarl Þórðar Snæs og átti m.a. hlut í Kjarnanum sem rann inn í Stundina eftir að komst upp um RSK-samstarfið að fá andlega veika til óhæfuverka.

Þórður Snær skrifar helst langhunda en hyggst hafa hemil á sér í nýju útgáfunni og kallar hana Kjarnyrt. Orðasalatið verður fáorðara en álíka sannyrt og fyrrum. Til að lenda ekki öfugu megin réttvísinnar ætlar ritstjórinn að einbeita sér að skoðanapistlum; ígildi yfirlýsingar að frétta verði ekki aflað með byrlun og gagnastuldi.

Afturbatapíkan stefnir á þingmennsku, ef ekki fyrir Samfylkingu þá Pírata. Vilhjálmi af Tortóla finnst gott að eiga hönk upp í bakið á ritstjórum og þingmönnum. Fjárfesting í skoðanamyndun og þingmennsku er falið vald. Líkt og aflandsfélag er falið fjármagn.


Bloggfærslur 20. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband