Lyfja sig í geðrof og maníu

Íslendingar nota ADHD-lyf í meira mæli en þekkist í samanburðarlöndum. Lyfin geta valdið alvarlegum geðkvillum samkvæmt viðtengdri frétt. 

Hann [Oddur Ingimarsson, geðlæknir] og fleiri meðferðaraðilar á geðdeild Land­spít­al­ans hafi tekið eft­ir því að meira væri um slík veik­indi [geðrof og manía] á geðdeild­inni í tengsl­um við ADHD-lyfjameðferð en áður. Einnig hafi fleiri til­felli geðrofs komið upp í tengsl­um við notk­un ADHD-lyfja þar sem hann starfar við end­ur­hæf­ingu ungs fólks á Laug­ar­ási.

Oddur er ekki eini geðlæknirinn til að vekja máls á ótæpilegri notkun ADHD-lyfja. Fyrir ári skrifaði í Læknablaðið Óttar Guðmundsson geðlæknir:

Æ fleiri með lítil einkenni leita eftir greiningu og tilheyrandi lausnum á vandamálum daglegs lífs sem nú eru túlkuð sem ADHD-einkenni. [...]

Þetta fólk vill lyf til að geta bætt lífsgæðin og náð betur utan um lífið. Mér finnst eins og samfélagið sé að uppgötva á nýjan leik töframátt örvandi lyfja. [...]

Sú flökkusaga komst á kreik að ekki væri hægt að misnota lyfið en læknar vita af biturri reynslu að það er þvættingur.

Ástæða er að staldra við og endurmeta greiningu og meðferð ADHD er á daginn kemur að oflækning gerir illt verra.

 


mbl.is Vilja umræðu um ADHD byggða á gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband