Sigríđur er hlutdrćg í máli Helga Magnúsar

Sigríđur Friđjónsdóttir ríkissaksóknari segir sér til málsbóta í Helga máli Magnússonar vararíkissaksóknara ađ hún starfi eftir ,,einkunnarorđum ákćruvaldsins um óhlutdrćgni, sjálfstćđi og heilindi."

Nei, í máli Helga Magnúsar er Sigríđur hlutdrćg og er stađin ađ óheilindum. Enn síđur er hún sjálfstćđ heldur fangi orđrćđu sem í eđli sínu er pólitískur aktívismi. Lítum nánar á málsatvik.

Helga mál Magnúsar byrjar međ kćru Semu Erlu sem rekur einkafélagiđ Sólaris. Sjálf er Sema Erla til rannsóknar vegna mútugjafa. Kjarni kćru Semu Erlu Sólaris til ríkissaksóknara er eftirfarandi:

Sam­tök­in [Sólaris] telja ađ um­mćl­in feli međal ann­ars í sér róg­b­urđ og smán­un vegna ţjóđern­is­upp­runa eđa ţjóđlegs upp­runa, litar­hátt­ar, kynţátt­ar eđa trú­ar­bragđa sem og ćrumeiđing­ar sam­kvćmt al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um.

Sema Erla er ađgerđasinni, ekki hlutlaus eđa óhlutdrćgur ađili. Hún er til rannsóknar vegna mútugjafa á erlendri grund. Múturnar voru greiddar embćttismönnum í Egyptalandi til ađ veita frjálsa för Palestínuaraba sem Sema Erla og Sólaris fluttu til Íslands án ţess ađ hafa til ţess nokkra heimild. Múhameđ Kourani, ofbeldismađur sem Helgi Magnús gagnrýndi ađ héldi landvist eftir afbrotasögu, er skjólstćđingur Semu Erlu.

Hvađ gerir Sigríđur ríkissaksóknari? Jú, hún tekur kćru Semu Erlu góđa og gilda og sendir ósk til dómsmálaráđherra um ađ Helgi Magnús verđi leystur frá störfum. Engin rannsókn, enginn rökstuđningur. Túlkun ađgerđasinna á orđum Helga Magnúsar er tekin góđ og gild. Fáheyrđ er handvömm ćđsta handhafa ákćruvaldsins.

Ekki ţarf djúpa lögskyggni til ađ átta sig á hvers vegna Sigríđur leggur ekki fram neinar lögskýringar í málinu. Ekki heldur tefla opinberir málsverjendur Sigríđar fram lagarökum um meint afbrot Helga Magnúsar, t.d. Róbert Spanó. Sigríđur, Spanó og líkt ţenkjandi láta sér nćgja ađ hneykslast ađ hćtti aktívistatepru. Móđgunarréttlćti er af sama stofni og múgsefjun.

Kćra Semu Erlu vísar ekki í tiltekna lagagrein. Orđalagiđ, sjá hér ađ ofan, er ţó bein vísun í afar umdeilda lagagrein sem ýmsir sérviskuhópar og lífsskođunarfélög, t.d. Samtökin 78, vilja breyta til ađ auđveldara sé ađ svipta menn ćru og atvinnu sem gagnrýna pólitískan rétttrúnađ, öđru nafni vók.

Umrćdd lagagrein er nr. 233 a. í almennum hegningarlögum: 

Hver sem opinberlega hćđist ađ, rógber, smánar eđa ógnar manni eđa hópi manna međ ummćlum eđa annars konar tjáningu, svo sem međ myndum eđa táknum, vegna ţjóđernisuppruna eđa ţjóđlegs uppruna, litarháttar, kynţáttar, trúarbragđa, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigđar eđa kynvitundar, eđa breiđir slíkt út, skal sćta sektum eđa fangelsi allt ađ 2 árum.

Sigríđur ríkissaksóknari hefur gert tilraunir međ ţessa lagagrein, sem stundum er kennd viđ hatursorđrćđu, en yfirleitt fariđ bónleiđ til búđar í réttarsal. Hér er um ađ rćđa lagalegt jarđsprengjusvćđi. Lagagreinin er hlađin huglćgum viđmiđum. Hćđni, rógur og smánun eins er réttmćt gagnrýni annars. Andspćnis lagagreininni stendur skýlaus réttur borgaranna, varinn í stjórnarskrá, ađ tjá hug sinn um menn og málefni.

Lagagreinin er skilgetiđ afkvćmi gamalla laga um guđlast, sem felld voru úr gildi 2015 eftir ađ hafa veriđ marklaus í áravís. Pólitíski rétttrúnađurinn, sem byggir í besta falli á sérvisku en oftast fávisku, reynir ađ fá lagavernd líkt og steingeld trúarbrögđ. Málefni sem ekki ţola gagnrýna umrćđu eru einatt ruslahrúga hindurvitna, andlegur afturúrkreistingur.

Allt ţetta veit Sigríđur ríkissaksóknari enda á fagsviđi hennar, gott ef ekki persónulegt áhugamál. Ţess vegna rökstuddi hún ekki ósk sína til ráđherra um ađ víkja Helga Magnúsi úr embćtti. Í stađinn gerđi Sigríđur orđ Semu Erlu ađ sínum. Sema Erla er sjálfskipađur réttlćtisriddari međ fullan munn af stađleysu. Áfall er fyrir almenning í landinu ađ ákćruvaldiđ sé í höndum einstaklings sem kann ekki skil á frođu og haldbćrum rökum, kastar sér dómgreindarlaust út í nornapott aktívista.

Ríkissaksóknari stendur ekki undir einkunnarorđum embćttisins um óhlutdrćgni, sjálfstćđi og heilindi. 

 

 


Bloggfćrslur 14. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband